12.5.2008 | 13:14
Frjálslyndir hvað?
Mikið lifandis ósk'öp varð ég lítið hissa þegar ég las greinina hans Magnúsar Þórs á vef Skessuhorns. Hún er fullkomlega í sama anda og maðurinn talaði í fyrir kosningar. Ísland fyrir Íslendinga og ekki orð um það meir. Nú er það Akranes fyrir Akurnesinga og ekki orð um það meir heldur.
Sigurjón Þórðarson fyrrum þingmaður í NV-kjördæmi tekur undir málflutning Magnúsar Þórs. Hverjum datt annað í hug? En hvað finnst stuðningsmönnum Frjálslyndra á Akranesi? Hvað gerir Karen Jónsdóttir, formaður bæjarráðs og bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra?
Ég verð alltaf jafnreið þegar ég les (eða heyri) fólk tala um það hvernig sumir hafi það miklu betra heima hjá sér og við ættum frekar að senda peninga eða aðstoð þangað. Það eigi ekki að rífa fólk upp með rótum og flytja það á milli svæða eða hvað þetta nú kallast allt. Svo finnst okkur Íslendingum svo sjálfsagt að við getum farið hvert sem er, sest það að og notið alls sem nýja landið hefur upp á að bjóða. Við viljum bara ekki fá "svoleiðis fólk" til Íslands.
Ísland er eitt ríkasta land í heimi. Hér er velmegun meiri en víðast annars staðar. En hún á bara að vera fyrir Íslendinga. Skammist ykkar, frjálslyndir. Málflutningur ykkar er íslensku þjóðinni til skammar. Ég vona að fulltrúi frjálslyndra og óháðra í Bæjarstjórn Akraness hafi aðeins víðari sjóndeildarhring heldur en varaformaður flokksins sem einnig er varamaður hennar í bæjarstjórn. Svo ættu frjálslyndir að sjá sóma sinn í að setja Magnús Þór af í félagsmálaráði. Maður sem hagar sér eins og hann gerir á ekki að sitja þar. Það er bæjarfélaginu til vansa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
28.4.2008 | 10:50
Er þetta ekki grín?
Fjórar milljónir í aðgerðir vegna verðbólgunnar!!! Því líkur rausnarskapur! Eigum við að rifja upp hvað einkaþotan kostaði?
Ríkisstjórnin, að fenginni tillögu frá viðskiptaráðherra, Björgvini G. Sigurðssyni, hefur ákveðið að leggja fjórar milljónir króna í verkefni til þess að stemma stigu við hækkun verðlags sem tengjast lækkun á gengi krónunnar og hækkunar hrávöruverðs.
4 milljónir í aðgerðir vegna verðbólgunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 10:09
Og hverjir eru þá bestir?
Auðvitað eru mínir menn bestir...............þeir verða ekki Englandsmeistarar þetta árið, en þeir eru bestir.
Fjórir leikmenn Arsenal í liði ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.4.2008 | 10:08
Hvað ætla menn að bíða lengi?
Ég undrast mjög doða ríkisstjórnarinnar. Hversu lengi telja menn að þeir geti beðið með aðgerðir í efnahagsmálum? Gera menn sér ekki grein fyrir áhrifum verðbólgu á þessu stigi? Það er fullt af fólki sem ekki hefur tíma til að bíða eftir aðgerðum. Þær verða að koma núna.
Samningar sem gerðir voru í febrúar eru einskis virði í dag. Verðbólguspár standast ekki viðmið sem notuð voru við gerð samningsins og ekki heldur viðmið Seðlabanka. Það má vel vera að einhverjir geti búið við 12% verðbólgu á ársgrundvelli en þeir eru ekki margir og engir í hópi launþega.
Það er líka með ólíkindum hvernig allt hækkar. Menn komust upp með að lækka ekki þegar virðisaukaskattur af matvælum lækkaði og gáfu alls konar skýringar. Þeir eru heldur sneggri til að hækka, það verður ekki af þeim skafið. Og hverjir borga brúsann? Launþegar.
Ég styð ríkisstjórnina en ég hvet menn þar á bæ til að hysja nú upp um sig og gera eitthvað. Það er ekki endalaust nóg að tala. Ríkisstjórnin heldur ekki 70% fylgi meðal þjóðarinnar með þessu móti. Nú þarf að láta verkin tala.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 08:59
Óverðtryggð á föstum vöxtum?
Það væri aldeilis búbót fyrir Íslendinga ef boðið væri upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Bankarnir buðu upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og það var ekki vænlegur kostur. Vaxtastefna Seðlabankans sá til þess að greiðslubyrði var óyfirstíganleg.
Nefni dæmi um 10 milljón krónu óverðtryggt lán frá Glitni. Nafnvextir (grunnvextir og grunnálag) er núna 17,26%. Meðalafborgun fyrsta árið væri um 160 þúsund krónur og meðalafborgun allan lánstímann er um 93 þúsund krónur. Þetta miðast við að vextir hækki ekki frá því sem nú er og enginn reiknar með því.
Sambærilegt lán en verðtryggt frá Glitni einnig er með 6,5% vöxtum (endurskoðunarákvæði) og 2,5% verðbólgu. Það verðbólgustig er markmið Seðlabankans en allir vita að það hefur ekki gengið eftir. Meðalafborgun fyrsta árið er um 60 þúsund og ef allur lánstíminn er skoðaður má ætla að meðalafborgun sé um 100 þúsund krónur.
Hagsmunir lántakenda eru algerlega fyrir borð bornir á íslenskum lánamarkaði. Bankarnir alltaf gulltryggðir með breytilegum vöxtum og verðtryggingu. Þeir fá sitt. Óverðtryggð lán með föstum vöxtum væri bylting. Áfram Allianz og Byr.
Íhugar að bjóða óverðtryggð íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 08:38
Fer þá Mourinho til Barcelona?
Er það líkleg flétta og þá verður Eiður Smári áfram á Spáni. Annars er ómögulegt að sjá hvernig svona mál þróast og alls ekki gott að reikna Mourinho út.
Svo eru alls konar sögur og fléttur í gangi um það hverjir eru að fara hvert og hvenær. Oftar en ekki er slíkt á einhverjum rökum reist. Mér finnst spennandi að fylgjast með hvað verður um Flamini sem spilar með Arsenal. Hann segist vilja vera áfram hjá Arsenal, en bæði Milan liðin og nú Bayern bera víurnar í hann. Knattspyrnumenn hljóta eins og aðrir að spá í laun þótt líkurnar á titli með liðinu sínu hljóti að vega þungt. Flamini hefur verið góður í vetur, spurning hvað vegur þyngst hjá honum!
Spáir því að Rijkaard taki við Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 08:30
Til hamingju, Hólmarar
Ég verð að óska Hólmurum til hamingju með þennan frábæra árangur. Það hlýtur að ríkja gleði í bænum og menn eiga auðvitað að fagna svona stórtíðindum. Það væri óvænt en ánægjulegt ef ÍR yrði andstæðingur Snæfells í úrslitunum.
„Sá ótrúlegasti“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 21:38
Arsenal till I die
Það er auðvitað fúlt að vera úr leik á öllum vígstöðvum. En það er mikilvægt að styðja sína menn, ekki síst þegar á móti blæs. Okkar tími mun koma, sannið til.
Nú er forvitnilegt hvað Wenger gerir í leikmannamálum. Við verðum að ná meiri breidd í liðið og hafa út stærri leikmannahópi að moða. Einhverjir fara nú líklega í sumar. Er ekki Hleb orðaður við Inter Milan? Ég hef aldrei verið ánægð með Senderos en það er kannski ósanngjarnt, ég veit ekki. Alla vega held ég að nú þurfi Wenger að opna budduna.
Arsene Wenger: Erum úr leik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 22:33
Svona fór um sjóferð þá
Ég hélt að þetta væri komið þegar við jöfnuðum í 2-2, en það dugði ekki. Til hamingju, Liverpool-aðdáendur og nú verðið þið að taka Chelsea og svo Evrópu-bikarinn í lokin.
<:AtomicElement>
Liverpool og Chelsea sigruðu og mætast í undanúrslitum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.4.2008 | 11:17
Olympíuandinn og kínversk yfirvöld
Ég er á móti ofbeldi en ég hrífst af ákafa þeirra sem berjast gegn framkomu kínverskra yfirvalda við Tíbeta. Skuldbundu ekki kínversk yfirvöld sig til að gæta mannréttinda í landinu þegar samþykkt var að halda Olympíuleika í landinu? Og samkvæmt þeirra eigin skilgreiningu er Tíbet hluti af Kína. Það er svo allt annað og erfiðara mál sem hefur fengið að þróast án mikilla afskipta annarra þjóða, því miður.
Það vantar allan trúverðugleika í þetta dæmi. Við vitum að kínversk yfirvöld fara með fádæma hörku og fantaskap gegn Tíbetum og tíbetskri menningu en alþjóðasamfélagið gerir ekki neitt. Þar á ég við yfirvöld því að almenningur lætur sig málið varða. Enn eitt dæmið um að almenningur getur haft áhrif.
Slökkt á ólympíueldi í París | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 46666
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli