Það er glæpsamlegt

... að haga framkvæmdum þannig að gefinn sé afsláttur af brunavörnum. Halda menn að reglugerðir um brunavarnir séu settar af tilefnislausu? Líklega vita menn betur og halda ólöglegum breytingum eða framkvæmdum leyndum...Hver á svo að bera ábyrgð?

Það er sérstaklega alvarlegt að brunaöryggismál séu í ólestri í opinberum stofnunum þar sem margir eiga leið um, hvort heldur eru veitingastaðir, krár eða skólahúsnæði. Er fræðilegur möguleiki á því að menn sleppi í gegn án þess að lokaúttekt á brunavörnum hafi farið fram eða að fyllsta öryggis sé gætt? Gera menn ekki ýtrustu kröfur um gæði og öryggi?


mbl.is Óljóst hvenær eldvarnarveggur var fjarlægður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið besta mál

Auðvitað eigum við að halda í Flamini. Viðfangsefni næsta árs og næstu ára hlýtur að vera að byggja upp reynslumikið lið góðra knattspyrnumanna sem geta sigrað hvaða lið sem er. Ég veit svo sem ekki hver skýringin er á þessu "down"tímabili núna að undanförnu en hitt veit ég að langur kafli með hverju jafnteflinu á fætur öðru gengur ekki ef liðið ætlar að vera í fremstu röð.

 


mbl.is Flamini vill halda kyrru fyrir hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland eða Íslendingar gjaldþrota?

Það er vafasamur heiður að bera ábyrgð á gjaldþroti þjóðar. Íslensku bankarnir sem hafa gert allt sem þeir gátu til að koma Íbúðalánasjóði á kné (til að geta grætt meira sjálfir) eru alveg einfærir um að koma íslenskum fjölskyldum á vonarvöl. Þeir þurfa ekki aðstoð frá Bretum til.

Íbúðalánasjóður lánar á föstum vöxtum. Í hugum flestra þýðir það að lán bera sömu vexti allan lánstímann. Þegar fólk tók fasteignalán með föstum vöxtum í bönkunum gerðu held ég flestir ráð fyrir að um sama hlut væri að ræða. En viti menn. Fastir vextir hjá bönkunum eru með endurskoðunarákvæði og ég hef enga trú á öðru en að bankarnir gæti vel eigin hagsmuna þegar kemur að þeirri endurskoðun. Það er þá alveg nýr veruleiki ef hagsmunir neytenda verða látnir ganga fyrir.

Það er auðvitað erfitt að bera darraðardans íslensku krónunnar, en kosturinn er sá að höfuðstóll myntkörfulána getur farið bæði upp og niður. Í verðbólgu fer höfuðstóll verðtryggðra lána bara upp og svo bæta bankarnir vöxtum ofan á allt saman. Þeir munu ekki tapa krónu..............bara almenningur í landinu.

Ef hægt er með handafli að fara með fólk eins og gert hefur verið, þá verða stjórnvöld með sambærilegu handafli að grípa inn í áður en gjaldþrotahrinan hefst.


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er frelsi?

Ég ætla ekki að blanda mér í mál sem varðar Hannes Hólmstein og Jón Ólafsson þótt mér finnist pólítískur fnykur af málinu. Minnir of mikið á málatilbúnað gegn Baugsfeðgum fyrir minn smekk. En fólk má vera ósammála því.

Málið snýst fremur um viðbrögð Háskóla Íslands varðandi prófessor innan skólans sem er sakaður um og dæmdur fyrir ritstuld. Það er grafalvarlegt mál. Ég skil ekki hvernig umræddur prófessor getur nokkurn tíma aftur talist trúverðugur í rannsóknum eða störfum innan háskólasamfélagsins. Háskóli sem ætlar sér að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi getur ekki haft í starfsliði sínu einstakling sem virðir ekki verk annarra heldur gerir þau að sínum. Menn hafa í erlendum háskólum (sem HÍ ætlar að bera sig saman við) verið reknir fyrir minni sakir.

Frelsið snýst lekki síst um að axla ábyrgð á eigin gerðum. Einhvers staðar las ég að frelsi mætti skilgreina þannig að einstaklingur gæti gert það sem hann langaði til á meðan það sakaði ekki aðra. Með athöfnum sínum hefur Hannes Hólmsteinn skaðað aðra, í þessu tilviki Háskóla Íslands. Hann verður að bera ábyrgðina á því.


mbl.is Söfnun fyrir Hannes Hólmstein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æiiiiiiiiiiiii...

hvað þetta var nú gott. Það leit ekki vel út í hálfleik og ég var eiginlega búin að afskrifa mína menn. Þá varð mér hugsað til Möggu Áka sem segir að maður eigi alltaf að trúa á sína menn (hún heldur sko með Liverpool). Og viti menn, leikmenn Arsenal sóttu í sig veðrið og unnu ótrúlegan sigur á Bolton.

Rauða spjaldið verðskuldað á Diaby............svona gera menn bara ekki. Skil ekki hvað maðurinn var að hugsa!


mbl.is Ótrúlegur sigur hjá Arsenal - Derby fallið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æiiiiiiii

Við höfum nú alltaf verið í vandræðum með Bolton, svo ótrúlegt sem það nú er. Ég held að við verðum að tefla fram okkar allra sterkasta liði gegn þeim. Það hafa verið þreytumerki á liðinu í undanförnum leikjum og því miður munu fjögur jafntefli í röð að líkindum kosta okkur titilinn. Nú er að taka á í Meistaradeildinni og fara bara Liverpool-leiðina svokölluðu....Koma svo, áfram Arsenal.


mbl.is Wenger íhugar að hvíla Adebayor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær og tímabær þjónusta

Heilbrigðisráðherra hefur gert samkomulag um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akranesi og nágrenni. Samkomulagið felur í sér að heilbrigðisráðuneytið veitir styrk til að byggja upp stoðþjónustu á Akranesi sem felst í atvinnu, endurhæfingu og dagþjónustu við fólk sem býr við geðfötlun. Akraneskaupstaður, Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akranesi, Akranesdeild Rauða krossins og Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi standa að verkefninu auk ráðuneytisins.

Sigurður Sigursteinsson hefur verið ráðinn til að veita þjónustunni forstöðu ef ég skil málið rétt. Ég er himinlifandi með þá ákvörðun. Þetta úrræði er tímabært og ég fagna þátttöku Akraneskaupstaðar.

Þegar ég horfði á fréttirnar í gærkvöldi þá velti ég fyrir mér af hverju bæjarfulltrúum á Akranesi var ekki boðið til þessarar athafnar sem markar tímamót í þjónustu við ákveðinn hóp íbúanna og er mjög merkilegt framtak.


Umferð og öryggi

Friðsamlegum mótmælum ber auðvitað að fagna og oftast vekja þau athygli. Spurningin er frekar um áhrifin.

Ég velti því fyrir mér hvort almenningur deili ekki með mér áhyggjum af umferð á aðkomuleiðum til Reykjavíkur. Ég bý á Akranesi og sumir vita um afstöðu mína til veggjalds í Hvalfjarðargöngum. Það er þessu máli óviðkomandi. En ef ég þarf að komast til Reykjavíkur að morgni reiknast mér til að korter til eða frá geti haft úrslitaáhrif á það hvort ég kemst tímanlega eða ekki. Sömu sögu er að segja með þá sem þurfa að koma úr átt frá Hafnarfirði, Garðabæ o.s.frv. Þeir sem kjósa að búa austan höfuðborgarsvæðisins lenda einnig í umferðaröngþveiti á morgnana og seinni part dags.

Það er ekkert launungarmál að ég tel að Sundabraut og umferðarmannvirki tengd henni sé lykill að lausn í þessu máli. Umferðin myndi dreifast meira en nú er. Hún leysir þó ekki öngþveiti og örvæntingu þeirra sem koma úr Kraganum syðri en menn ættu að leita lausna á þeirri aðkomu einnig.

Umferðaröryggi skiptir okkur öll máli. Aðgerðir bílstjóranna vöktu mig til umhugsunar um áhrifamátt almennings. Við höfum áhrif. Látum í okkur heyra.


mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fínn fundur en áfram borgað í göngin

Þingmenn Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, samgönguráðherra og fleiri góðir gestir glöddu Skagamenn á fundi í Fjölbrautaskólanum í gærkvöldi.  Gutti og samgönguráðherra opnuðu fundinn með ávörpum og síðan voru leyfðar fyrirspurnir.

Eðlilega var mest spurt um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Í kosningabaráttunni vorið 2007 hafði Gutti lagt mikla áherslu á að gjöld um Hvalfjarðargöng yrðu felld niður. Til að gera langa sögu mjög stutta virðist ekki þingmeirihluti fyrir slíkri ákvörðun. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist fylgjandi slíkri tillögu, ekki einu sinni þingmennirnir úr NV-kjördæminu. Ekki eru heldur allir þingmenn Samfylkingarinnar þessarar skoðunar.

Það sem veldur meiri áhyggjum er að menn tala alveg hispurslaust um það að gjaldtaka eigi ekki að standa undir kostnaði við Vaðlaheiðargöng, Héðinsfjarðargöng eða göng á Austfjörðum. Það er heldur ekki rætt sérstaklega um að leggja skatt eða vegatoll á umferð um nýjan Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En í Hvalfjarðargöngum skal innheimtur vegatollur alveg þar til búið er að borga göngin í topp.

Og hvað svo? Eigum við líka að borga tvöföldun ganganna? Og Sundabrautina kannski líka? Samræmist þetta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?

Menn hafa athugað hver áhrifin eru af gjaldtökunni og bent á að þau ná miklu lengra en upp á Akranes eða að Grundartangasvæðinu og eru víðtækari en ætla má í fyrstu. Menn verða t.d. að horfast í augu við að ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi bera skarðan hlut frá borði vegna þessa og sú skerðing nær allt vestur á Snæfellsnes.

Það er léleg pólítík að segja að menn geti bara keyrt Hvalfjörðinn ef þeir tími ekki að borga. Vegagerðin og ríkisvaldið hafa sparað tugi ef ekki hundruði milljóna við uppbyggingu og viðhald þjóðvegarins um Hvalfjörð að menn gleymi nú ekki kostnaði við rekstur Akraborgarinnar.

Umferðaröryggi á að ráða mestu um forgangsröðun í samgöngumálum. Hvalfjarðargöng hafa ótvírætt sannað gildi sitt í því tilliti. Við viljum veggjaldið burt. Það er ósanngjarnt og fráleitt að skattleggja suma íbúa landsins með þessum hætti en ekki aðra. Látum í okkur heyra.


Til hamingju, Hildur Karen

Það eru blendnar tilfinningar þegar ég óska Hildi Karen til hamingju með nýja starfið. Ég veit að hún mun standa sig frábærlega vel sem framkvæmdastjóri SSI eins og hún hefur gert í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur. En það er mikil eftirsjá í kennara sem hefur alltaf verið metnaðarfullur fyrir hönd nemenda og skólans. Við sjáum eftir þér, mín kæra, en óskum þér velfarnaðar á nýjum vettvangi.


mbl.is Hildur Karen nýr framkvæmdastjóri SSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 46667

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband