Nammi namm

Flestir eru saddir og sælir eftir jólamatinn...að minnsta kosti borðar mín fjölskylda annars konar og þyngri mat yfir hátíðarnar en endranær. Þá er svo gott að fá léttan mat á eftir.............hér er einföld og ótrúlega bragðgóð uppskrift sem Rakel Halldórsdóttir er höfundur að. Uppskriftin birtist í Fréttablaðinu síðastliðið sumar og fór strax í uppskriftamöppuna mína.

 

Basiliku- og tómatpasta

4-500 g spaghetti

1 búnt af ferskri basiliku

8-10 tómatar

2-3 hvítlauksrif

1/2 - 3/4 dl góð ólífuolía

sléttfull matarskeið af sjávarsalti

nýmalaður svartur pipar

3/4 bolli mozzarella ostur (eða annar ostur)

Spaghettíið soðið al dente. Um leið og það er komið í pottinn er basilikan söxuð og sett í stóra skál sem bera á réttinn fram í. Hvítlaukur saxaður og settur út í, ólífuolíunni hellt yfir og síðan er saltinu bætt við. Öllu hrært saman með sleif og látið standa. Svo eru tómatarnir skornir einn af öðrum og settir út í jafnóðum. Osturinn skorinn smátt og honum bætt við. Spaghettíinu er hellt yfir og öllu blandað saman. Að lokum er svartur pipar malaður yfir......................nýbakað brauð eða hvítlauksbrauð gott með og rauðvínsglas skemmir ekki fyrir.

Verði ykkur að góðu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 44760

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband