Látum þá axla ábyrgðina

Svo það sé nú alveg á hreinu þá styð ég ríkisstjórnina og treysti henni til góðra verka.

Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að ef Icesave samningarnir fara ekki í gegnum þingið þá eigi Jóhanna að segja af sér og láta Bjarna Ben og Co um að losa okkur úr snörunni sem þeir komu okkur í. Fyrir stuttu fékk ég þá athugasemd við skrif að langtímaminni væri ekki til í pólítík. Ég er algerlega ósammála því. Menn (og konur) sem ekki hafa langtímaminni eiga ekki erindi í pólítík.

Það er óþolandi að hlusta á eða lesa málflutning fólks sem var á fullu í stjórnmálum þegar atburðir í aðdraganda hrunsins áttu sér stað. Það er eins og mannskapurinn hafi allur verið meðvitundarlaus eða viljalaus verkfæri í höndum annarra. Það er ekki nema von að allt hafi farið um það bil beina leið til andsk.....Við skulum bara láta þetta fólk leysa vandann....sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, þið komuð okkur í þetta...þið komið okkur úr þessu. Gangi ykkur bara vel og ég vona að meðvitundin verði aðeins meiri í þetta sinn. Ekki myndi heldur skemma fyrir ef lappað væri upp á minnið.


mbl.is Óvíst um ábyrgð á Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

"Það er óþolandi að hlusta á eða lesa málflutning fólks sem var á fullu í stjórnmálum þegar atburðir í aðdraganda hrunsins áttu sér stað. Það er eins og mannskapurinn hafi allur verið meðvitundarlaus eða viljalaus verkfæri í höndum annarra. Það er ekki nema von að allt hafi farið um það bil beina leið til andsk.....Við skulum bara láta þetta fólk leysa vandann....sjálfstæðismenn og framsóknarmenn, þið komuð okkur í þetta...þið komið okkur úr þessu..."

Fyrirgefðu, en ertu ekki að gleyma Samfylkingunni í þessari upptalningu?  Svo að það sé nú rifjað upp, þá var sá flokkur í ríkisstjórn 2007-2009 og fór meðal annars með völd í utanríkis- og viðskiptaráðuneyti, auk þess sem Ingibjörg Sólrún sat í bankaráði Seðlabankans 2003-2005. 

Var Samfylkingin sem sagt bara "viljalaust verkfæri í höndum hins illa Sjálfstæðisflokks"?  Það er hreint og beint rannsóknarefni hversu vel Samfylkingin sleppur frá ábyrgð sinni, en þau hafa jú vit á því að fela Ingibjörgu og Björgvin G. þessa dagana, til að fólk gleymi því hversu ríkan þátt þau áttu í að styðja útrásarvíkingana með ráðum og dáð.

Whatsername (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:05

2 identicon

Ég gleymi ekki Samfylkingunni. Hún er nefnilega enn að vinna í þessum málum, sem er meira en hægt er að segja um Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk. Þar láta menn eins og þeir hafi aldrei komið nálægt neinu af því sem á undan er gengið og eru fullkomlega ábyrgðarlausir á Alþingi þar sem þeir tala eins og sá sem hefur fullkomna lausn á málinu. Þess vegna væri bara fínt ef þeir fengju tækifæri til að koma fram með töfralausnina og fara með hana í gegnum þing og þjóð.

Alveg sama hversu menn hamast á Ingibjörgu Sólrúnu og Björgvin þá verður ekki fram hjá því litið hverjir gáfu bankana og Símann.

Hrönn (IP-tala skráð) 7.7.2009 kl. 12:18

3 identicon

Já skárra væri það nú ef Samfylkingin væri ekki að "vinna í þessum málum"!!! Þau voru kosin á þing af þjóðinni, þar með talið af mörgum sem eru nú sárir og reiðir og hérumbil á barmi örvæntingar yfir því að hafa gefið þeim atkvæði sitt.  Falsloforðin hafa nú verið afhjúpuð og ekkert ber á skjaldborginni sem átti að slá um þjóðina. 

Það er hlutverk stjórnarandstöðu að veita sitjandi stjórnvöldum aðhald og það er það sem Sjálfstæðisflokkur og Framsókn eru að gera, eiga þau bara að sitja og þegja á þingi?  Ekki finnst mér þau tala eins og þau beri ekki ábyrgð, þvert á móti hefur þetta fólk verið frekar hófsamt ef nokkrir eru undanskildir, þá aðallega Framsóknarmenn.  Þau bera ábyrgð en það sem þau eru að benda á er að það á að leggja á íslenska þjóð drápsklafa sem hún getur engan veginn staðið undir, og það eftir hörmulega lélega frammistöðu núverandi ríkisstjórnar og samninganefndar.  Eitt er víst, ef Sjálfstæðisflokkur væri við völd, þá væri Austurvöllur fullur af mótmælendum núna - en af því að vinstri stjórn situr, þá á að kokgleypa allt, jafnvel hroðvirknislegasta skrípi af samning sem um getur.  Bretar og Hollendingar hljóta enn að vera í hláturkrampa yfir þessum viðvaningum sem sömdu við þá.

Ég býst við að þú sért ánægð með Samfylkingar-utanríkisráðherrann Össur, sem lýgur í fjölmiðlum um að hann hafi ekki vitað um lögfræðiálit Mishcon de Reya.

Whatsername (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 15:43

4 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

Það er ekki aðhald kæri/kæra Whatsername, þetta lýðskrum sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur stunda núna. Trúðir þú því þegar þeir sögðu okkur að við yrðum ríkust, flottust og mesta fjármálaveldi í heimi - af því þeir stæðu fyrir efnahagslegan stöðugleika? Trúir þú þeim núna þegar þeir segja okkur að við verðum fátækust, þjáðust og öreigar heimsins - af því þeir standa ekki við stjórnvölinn? Láttu ekki ljúga endalaust að þér. Kreppur koma og fara, það býr enn fólk á Bíldudal og mun búa þar og í Þingholtunum þrátt fyrir Icesave.

Guðrún Helgadóttir, 8.7.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 44531

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband