Færsluflokkur: Bloggar
6.2.2008 | 20:22
Til hamingju með starfið!
Sigríður Lillý skipuð forstjóri Tryggingastofnunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.2.2008 | 10:32
Gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng!
Þótt ég verji ekki þessa framkomu þá er auðvitað óþolandi almennt að borga þurfi fyrir að fara í gegnum göngin. Þótt Hvalfjarðargöng hafi verið einkaframkvæmd þá eru þau þjóðhagslega hagkvæm og mjög öruggur ferðamáti. Vegagerðin hefði örugglega þurft að leggja hundruði milljóna í endurbætur þjóðvegar 1 um Hvalfjörð ef göngin hefðu ekki komið til.
Hvernig ætla menn að reikna gjald í önnur sambærileg göng þótt þau séu byggð fyrir almannafé? Það stendur líklega alls ekki til og þeir sem fara um Hvalfjarðargöng verða áfram einu vegfarendur á landinu sem þurfa að borga. Það gengur ekki mikið lengur og nú eiga þingmenn að taka sig saman í andlitinu og afnema gjald í göngin.
Við skulum heldur ekki gleyma að hrósa þeim einstaklingum sem voru í fararbroddi fyrir frumkvæði, dugnað og ótrúlega bjartsýni. Þeir héldu áfram þrátt fyrir úrtölur og gagnrýni.
Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
31.1.2008 | 20:32
Til hamingju foreldrar leikskólabarna á Akranesi!
Það voru líka góðar greinar um leikskólamálin í síðasta Skessuhorni.
Tilefnið er að foreldrafélög allra leikskólabarna á Akranesi skrifuðu bæjarfulltrúum og fóru yfir gjald-skrá leikskólanna í bænum og báru saman við nágrannasveitarfélög. Í stuttu máli kemur Akranes ákaflega illa út úr þeim samanburði.
Bæði Viktor Elvar og Sigrún óska eftir svörum um það hvað meirihlutinn hyggst gera í málinu núna. Ekki hvað hann hefur gert í málefnum Tónlistarskólans eða gatnagerð, og ekki heldur hvað hann gerir kannski árið 2010.
Þá hiksta menn. Meirihlutinn tók við einu best rekna og best stæða sveitarfélagi landsins. Lántökur nema nú þegar tæpum milljarði og menn eiga enn eftir að byggja sundlaug, tengibyggingu á Jaðarsbökkum, nýja leik- og grunnskóla og bókasafn. Allt verður byggt fyrir lánsfé.
Til hamingju, kæru foreldrar, en því miður er engir peningar eftir til að lækka kostnað ykkar við leikskóladvöl barnanna ykkar. Ekki í náinni framtíð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2008 | 20:22
Lýðræðið verðlagt
Ég vek athygli á góðri grein Rúnar Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa vinstri-grænna á Akranesi í Skessuhorni. Í greininni rekur hún hvernig meirihlutinn hefur verðlagt lýðræðið á Akranesi og ítrekaðð hafnað óskum minnihlutans um að fá áheyrnarfulltrúa. Fyrst var það kostnaðurinn og svo núna síðast vegna þess að allir bæjarfulltrúar fá sömu gögn og hafa sama aðgang að starfsmönnum bæjarins.
Þetta er rangt. Bæjarráðsfulltrúar fá oft gögn sem aðrir bæjarfulltrúar fá ekki eða að minnsta kosti ekki á sama tíma. Gögnin eru svo ekki bókuð sem slík inni í fundargerð bæjarráðs, eingöngu niðurstaða fundarins. Um þetta eru mörg dæmi.
Ákvarðanir eru teknar í bæjarráði og þaðan fara þær til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa unnið vel saman á kjörtímabilinu en okkar fulltrúi hverju sinni er í raun og veru bundinn óskráðum reglum um trúnað á bæjarráðsfundum þótt hann upplýsi aðra eftir því sem hann getur og telur sig mega. Það hlýtur að breytast við þessar aðstæður.
Varaforseti bæjarstjórnar hefur ítrekað sagt í umræðum á fundum bæjarstjórnar að það geti varla vafist fyrir bæjarráðsfulltrúa minnihlutans að upplýsa hina flokkana um það sem fram fer í bæjarráðinu. Viðkomandi fær að eigin sögn allar upplýsingar frá sínum bæjarráðsmanni á bæjarmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Minnihlutaflokkarnir þrír halda hver sinn bæjarmálafund og núverandi aðstæður leiða til þess að tveir þeirra vita í raun ekki hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunum bæjarráðs. Nú bregður svo við í Skessuhorninu að formaður bæjarráðs tjáir sig um málið með þeim hætti að undrun vekur.
Haft er eftir formanninum að með vísan til trúnaðar fulltrúa gagnvart umræðum í bæjarráði samræmdist það ekki að fólk gæti miðlað þaðan upplýsingum til félaga sinna í bæjarmálafélögunum!!!! Þvílík snilld!!!
Þetta er ástæðan fyrir því að minnihlutinn vill áheyrnarfulltrúa sem formaðurinn hafnar aftur og aftur. Hann verður að velja. Annað hvort fá minnihlutaflokkarnir áheyrnarfulltrúa eða fulltrúi minnihlutans upplýsir hina um það sem gerist á bæjarráðsfundum. Málið er ekki flóknara en það. Og ef fulltrúar meirihlutans fá upplýsingar á bæjarmálafundum, hvers vegna skyldu aðrar leikreglur gilda um bæjarmálafundi þeirra flokka sem mynda minnihlutann á Akranesi.
Og svo væri indælt ef formaður bæjarráðs og varaforseti bæjarstjórnar kæmu sér saman um hvaða ástæðu þeir gefa næst fyrir því að neita óskum minnihlutans um margumrædda áheyrnarfulltrúa. Það liti betur út fyrir þá og aðra fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2008 | 19:15
Þorrablót á laugardaginn
Laugardaginn 2. febrúar ætlar Samfylkingarfólk á Akranesi og nágrenni að blóta þorra.
Þorrablótið verður haldið í FEBAN-salnum við Kirkjubraut.
Húsið opnar kl. 19.30 og verðið er 2500 krónur fyrir manninn.
Ég hvet Samfylkingarfólk til þátttöku. Hringja þarf í Geir í síma 698 1036 eða senda honum tölvupóst í kvöld eða fyrramálið. Netfangið hans er geirgudj@hi.is
Allir að drífa sig. Þetta verður bara skemmtilegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2008 | 20:48
Þetta gengur ekki lengur
Í gærkvöldi fundaði bæjarstjórn Akraness með þingmönnum Norðvestur-kjördæmis, hafnarstjóra Faxaflóahafna, framkvæmdastjóra HB Granda, formanni Verkalýðsfélags Akraness (VLFA), atvinnumálanefnd og fulltrúum starfsfólks HB Granda.
Tilefnið var að fyrirtækið sagði upp 60 starfsmönnum á Akranesi fyrirvaralaust fyrir viku síðan. Aðeins tuttugu verða endurráðnir. Svo virðist sem fyrirtækið hafi ekki farið að lögum varðandi uppsagnirnar og hefur formaður VLFA þegar gert athugasemdir við það. Það mál fær sína meðferð.
Menn segja sem svo að niðurskurður á þorkskvóta sé upphafið og ástæðan fyrir þessum uppsögnum. Niðurskurðurinn á þorskkvóta HB Granda er rúm 5000 tonn. Á sama tíma er upplýst að 50þúsund tonn eru flutt úr landi óunnin! Hvernig getur staðið á því og hvert fer sá fiskur? Leyfa leikreglur kvótakerfisins það eða hvetja þær jafnvel til slíks? Kannski einhver geti svarað því en ég get það ekki.
Hitt veit ég að við þurfum nýjar leikreglur í sjávarútvegi. Það er eitthvað mikið að þessu rúmlega tvítuga kerfi sem hafði það markmið að verja fiskistofnana við landið. Fyrir venjulegt fólk virðist kvótakerfið frekar snúast um að græða meira í dag en í gær. Sumir hafa augljóslega grætt meira en aðrir, svo mikið er víst. En það gengur ekki að fyrirtæki leggi byggðarlög í rúst í hagræðingarskyni eða út frá gróðasjónarmiðum. Það skiptir engu máli hvaða byggðarlög það eru, stór eða lítil. Fyrirtæki sem hafa fengið afnot af auðlindum þjóðarinnar geta ekki leyft sér slíkt. Ef hin samfélagslega ábyrgð fyrirtækjanna er ekki til staðar þá verður að bregðast við.
Þetta gengur ekki lengur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 16:09
Hefði verið góður úrslitaleikur
United og Arsenal mætast í bikarnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 21:29
Ert'ekki að grínast?
Svei mér þá. Í nýrri málefnaskrá Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins er skýrt kveðið á um að Reykjavíkurflugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni. Það er ekki liðin vika frá því að menn stóðu á Kjarvalsstöðum og töluðu um traustan málefnasamning. Um hvað snýst þetta mál eiginlega?
Vilja íbúðabyggð í Vatnsmýri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.1.2008 | 21:14
Saga um samstarf -- málefni aldraðra
Á málefnaskrá Samfylkingarinnar fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar var m.a. lagt til að Akraneskaupstaður semdi við ríkisvaldið um að taka yfir málefni aldraðra og fólks með fötlun. Flestir eru sammála því að þegar sveitarfélögin tóku við rekstri grunnskólans hafi þjónusta við nemendur og foreldra batnað. Skoðun okkar Samfylkingarfólks, og vafalaust fleiri, er að þjónusta við aldraða og fólk með fötlun yrði betri ef hún væri á okkar höndum.
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga lögðu allir flokkar áherslu á að finna lausnir í málefnum aldraðra. Sumir vildu byggja við Höfða en aðrir bentu á að skipulagsnefnd hefði unnið að deiliskipulagi á bókasafnsreit þar sem fyrirhugað var að byggja íbúðir fyrir aldraða. Ég var sjálf hlynnt þeirri hugmynd þótt ég styðji heilshugar uppbyggingu að Höfða. Staðsetningin á horni Heiðarbrautar, Háholts og Kirkjubrautar er að mínu mati frábær, stutt í banka, verslanir, heilsugæslu og apótek, en ekki síst vegna þess að íbúarnir yrðu sjáanlegir í bænum, mikilvægur hluti af bæjarlífinu.
Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2008 lagði minnihluti bæjarstjórnar enn til að skipulag á bókasafns- reit yrði tekið upp í eftirfarandi tillögu:
Bæjarstjórn Akraness samþykkir að vinna að því að byggðar verði þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara á svonefndum Bókasafnsreit og verði því verkefni flýtt sem kostur er. Uppbygging þess svæðis verði hluti af því að þétta byggð og efla gamla miðbæinn á Akranesi.Varla þarf að taka það fram að tillagan var felld. Við í minnihlutanum gerum okkur grein fyrir að þótt margir gætu nýtt sér þjónustuíbúðir, eins og þær sem getið var um hér að ofan, þá er þörf á fjölbreyttri þjónustu við aldraða. Við erum líka sannfærð um að slík þjónusta yrði best ef við sinntum henni sjálf hér í heimabyggð. Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn lögðu til sumarið 2006 að skipaður yrði starfshópur sem færi í viðræður við ríkisvaldið um yfirtöku á málefnum aldraðra en meirihlutinn hafnaði tillögunni, sagðist vera með betri lausnir í þessum málum. Þegar spurt var nánar um þær lausnir var fátt um svör.
Lausnin birtist svo, eins og þruma úr heiðskýru lofti, þegar þessi sami meirihluti gerði samning við Kalmansvík ehf. um sérstaka byggð fyrir 50 ára og eldri í Hausthúsahverfi. Bæjarfullltrúar minnihlutans voru alltaf á móti þessari hugmynd hvað sem líður fullyrðingum sumra bæjarfulltrúa meirihlutans að minnihlutinn hafi skipt um skoðun á miðri leið. Það er mikill misskilningur. Fulltrúar minnihlutans ásamt öllum viðstöddum fulltrúum meirihlutans staðfestu fundargerð bæjarráðs frá 7. des 2006. Flestir bæjarfulltrúar vita að þegar fundagerðir eru staðfestar þá er bæjarstjórn ekki að samþykkja efnislega það sem þar kemur fram. Einhverjir virðast þó ekki vera með þetta alveg á hreinu.
Í umræddri fundargerð var meðal annars bókun þar sem Soffíu Magnúsdóttur var heimilað að útfæra skipulagninu á allt að 7 hektara landi við Kalmansvík undir sérstaka íbúðabyggð fyrir 50 ára og eldri og því jafnframt lofað að bæjarráð myndi ekki úthluta umræddu landi á meðan. Soffía átti að skila tillögum innan árs. Svo birtist allt í einu, og algerlega upp úr þurru, samningur sem bæjarstjórinn er búinn að gera við fyrirtækið Kalmansvík og það gerbreytti stöðunni. Bæjarfulltrúar minnihlutans gátu, eftir nokkurt þref, knúið meirihluta bæjarráðs til að boða til sérstaks fundar bæjarstjórnar í sumar sem leið vegna þess að okkur ofbauð hvernig menn fóru með vald sitt. Á þeim fundi var samningurinn samþykktur með atkvæðum meirihlutans gegn atkvæðum minnihluta. Óskir minnihlutans um að fá upplýsingar um samskipti bæjarstjóra (bæjaryfirvalda) og fyrirtækisins hafa verið hundsaðar. Sem betur fer lauk þessu máli farsællega þegar skipulags- og byggingarnefnd hafnaði tillögum Kalmansvíkur efh að skipulagi á svæðinu.
Við bíðum spennt eftir því hvað gerist næst á vettvangi bæjarmála. Eitt er víst að minnihlutinn fær ekki að vita það fyrr en eftir að ákvörðun hefur verið tekin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2008 | 16:50
Starfshæfnivottorð - ræðum málið allt
Sjálfstæðismenn er fullir vandlætingar yfir framkomu gagnvart Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra. Ekki dregur heldur Morgunblaðið úr hneykslan sinni. Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um "Ósæmilega aðför að borgarstjóra. " Þegar leiðarinn er lesinn má helst skilja að brotið hafi verið gegn borgarfulltrúanum Ólafi F. Magnússyni þegar hann kom úr veikindaleyfi vegna þess að hann var krafinn um heilbrigðisvottorð.
í 46. grein borgarmálasamþykktar segir að borgarfulltrúi skuli fá laun úr borgarsjóði fyrir störf í borgarstjórn. Þar kemur líka fram að forsætisnefnd skuli setja nánari reglur um réttindi borgarfulltrúa, s.s. lífeyrisssjóð, fæðingarorlof, starfslok o.fl. Laun borgarfulltrúa eru ákveðið hlutfall af þingfararkaupi (80%?). Borgarfulltrúar eru fulltrúar borgarbúa og launþegar í þeim skilningi að þeir þiggja laun úr sameiginlegum sjóði borgarinnar eins og hverjir aðrir launþegar hjá borginni.
Í flestum ef ekki öllum kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur gert er sérstakt ákvæði um starfshæfnisvottorð. Í þeim kjarasamningum sem ég las yfir og giltu fyrir ýmist almenna starfsmenn hjá borginni eða háskólamenntaða starfsmenn var nákvæmlega sama klausan:
"Starfsmaður sem hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt 1 mánuð eða lengur, má ekki hefja störf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi."
Finnst fólki ekki eðlilegt að sömu reglur gildi um kjörna fulltrúa sem fara með almannahagsmuni? Það má krefjast slíkt vottorðs af starfsmönnum leikskóla, grunnskóla eða íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt, en ekki kjörnum fulltrúum almennings! Ég ætla bara að leyfa mér að vera ósammála því alveg sama hvaða kjörni fulltrúi á í hlut. Jafnræðisregla stjórnsýslulaga leyfir ekki slíka mismunun.
Sjálfstæðismenn ræddu borgarmál á kjördæmisþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Erlent
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku