Færsluflokkur: Bloggar
15.2.2008 | 12:29
Konur lifa lengur!
Það er eðlilegt að konur séu í meirihluta á stofnunum sem ætlaðar eru fyrir aldraða þar sem lífaldur kvenna er hærri en karlanna. Munar þar nokkrum árum sem vega þungt þegar aldurinn færist yfir og þörfin fyrir aukna umönnun og þjónustu verður meiri.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sveitarfélögin eigi að taka yfir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun eins og þeir gerðu með grunnskólana. Nærsamfélagið mun örugglega sinna þessu verkefni betur en ríkisvaldið hefur gert en auðvitað þarf að fylgja verkefninu fjármagn úr ríkissjóði.
Konur í meirihluta á stofnunum fyrir aldraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.2.2008 | 12:25
McCain næsti forseti?
Ég vona að Bandaríkjamenn reki nú af sér syðruorðið og velji sér forseta sem hefur víðari sýn á lífið og tilveruna en núverandi forseti og líka McCain, því miður.
Margir Bandaríkjamenn vilja breytingar. Þeir eru daprir yfir neikvæðum viðhorfum alþjóðasamfélagsins til Bandaríkjanna sem hafa af ýmsum ástæðum misst trúverðugleika sinn í forsetatíð George Bush. Lengi var horft til þess að með Hillary Clinton yrðu breytingar sem skiptu máli en nú virðist svo sem menn horfi fremur til Obama Barack sem boðbera nýrra tíma. Fyrir okkur hin skiptir verulegu máli að í embættið veljið einstaklingur sem hugsar út fyrir landamæri Bandaríkja Norður-Ameríku.
Romney styður McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2008 | 09:42
Glæsilegt
Maður getur haft hvaða skoðun sem er á skoðanakönnunum en oftast veita þær vísbendingu um það mál sem spurt er um. Jafnvel þótt þátttaka í þessari könnun sé ekki mikil þá segir hún samt sína sögu.
Samfylkingin var stofnuð til að sameina félagshyggjufólk og það hefur tekist. Samfylkingin er annar af tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins og orðinn skýr valkostur fyrir kjósendur. Verum stolt af okkar fólki og stöndum saman.
Samfylkingin stærst allra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 16:25
Hvert er meinið?
Ég tek ekki undir sjónarmið Erlends. Ég held einmitt að Íbúðalánasjóður geti bjargað þjóðinni frá ofurvaldi bankanna sem hafa ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi heldur eigin arðsemi. Íslenskir bankar hafa lagt fram kærur hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna ríkisábyrgðar á Íbúðalánasjóði. Málið er enn til umfjöllunar en markmið bankanna var að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum og hafa hann fyrir sig.
Bankarnir komu á sínum tíma inn á íbúðalánamarkaðinn og buðu bæði hærra lánshlutfall og lægri vexti. Þeir buðu m.a. 100% lán sem hafa reynst sumum ofviða. Bankarnir vinna eftir lögmálum fjármálamarkaðarins en Íbúðalánasjóður á að mæta þörfum allra, líka þeirra sem búa úti á landi þar sem verðmæti íbúðarhúsnæðis er oft lægra en raunkostnaður við byggingu þess.
Það er lykilatriði í málinu að allir eigi möguleika á að fá lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og engu skipti hvar á landinu menn búa. Það er pólítísk samstaða um húsnæðiskerfið og Íbúðalánasjóður er mikilvægur hluti þess.
Ég skil vel að bankarnir vilji fá allan markaðinn fyrir sig, en vonandi er það bara ekki í boði.
|
|
Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.2.2008 | 00:04
Við spyrjum að leikslokum
Sagði Ellert Schram eftir frægan úrslitaleik ÍA og KR haustið 1965 í Íslandsmótinu þegar KR-ingar fóru með sigur af hólmi. Mér er leikurinn ógleymanlegur en faðir minn, Ríkharður Jónsson, var borinn mikið meiddur af velli og Eyleifur Hafsteinsson fór skömmu áður af leikvelli einnig meiddur.
En Ellert hafði rétt fyrir sér hvað það varðar að það er lokaniðurstaðan sem málið snýst um. Ég trúi því og vona að Arsenal verði Englandsmeistarar 2008 en við spyrjum að leikslokum. Sigurinn í kvöld var sætur og fimm stig í plús eru frábær. Við verðum að treysta á okkar menn, sigurvilja þeirra og getu. Þá er titillinn í höfn, ekki spurning.
Arsene Wenger: Þetta er engan veginn búið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2008 | 16:25
Algerlega ósammála
Ég er algerlega ósammála Vilhjálmi að hann hafi axlað ábyrgð. Hvenær axlaði hann ábyrgð og á hverju? Þegar upp komst að hann hafði farið gegn áliti meirihluta borgarfulltrúa í Reykjavík í REI-málinu? Þegar hann gleymdi að hann hafði fundað með Hauki Leóssyni og Bjarna Ármannssyni en mundi ekki hvað þeir höfðu talað um? Þegar hann talaði um borgarlögmann en var ekki viss um hvaða lögmann og sagði ekki alveg satt um það? Þegar hann talar um traust?
Það er með ólíkindum ef menn geta setið áfram eftir svona framkomu. Hvað þá að það sé möguleiki að hann verði borgarstjóri. Eftir það sem á undan er gengið er það bara óþolandi.
Vilhjálmur: Hef axlað ábyrgð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.2.2008 | 16:35
Einsaga, tvísaga, þrísaga!
Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2008 | 00:35
Hvað með alla hina?
Þýðir þessi dómur að allir hinir sem Olíufélögin "plötuðu" eigi líka skaðabótakröfu? Finnst engum nema mér að ákæruvaldið hafi voðalítinn áhuga á þessu máli?
Ég hef á tilfinningunni að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hafi haft miklu meiri áhuga á málefnum Baugs en olíufélaganna. Kannski er það misskilningur? Að minnsta kosti get ég sagt fyrir mig að lágvöruverslanir hafa haft jákvæð áhrif á mína buddu en samráð olíufélaganna hafði neikvæð áhrif á hana. En það er ekkert aðalatriði í svona málum hver græðir og hver tapar, bara hver er.
Sigur fyrir Reykjavíkurborg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 12:16
Einhliða ábyrgð eða gagnkvæm
Þetta svar finnst mér alveg dæmalaust. Farþegar bera sem sagt alfarið ábyrgð á að koma sér til Keflavíkur og það dugar ekki að vísa til þess að þeir hafi verið veðurtepptir. Hvað gerist svo þegar seinkanir verða á flugi? Jú, jafnvel þegar farþegar verða að bíða klukkustundum saman vegna seinkunareða bilana þá koma flugfélögin alltaf með skýringar sem aflétta ábyrgð þeirra.
Engar sérstakar reglur varðandi forföll í flug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.2.2008 | 10:16
Ófærð núna og hvassviðri í vændum
Það var aldrei að það kom snjór. Það er beðið eftir snjónum vetur eftir vetur og svo getur maður varla beðið eftir að hann fari loksins þegar hann lætur sjá sig.
En það er ástæða til að fara varlega og veðurspáin er afleit. Ef það hlýnar ekki verulega í dag þá má búast við skafrenningi þegar hvessir og þá verður allt kolófært. Þetta er dagur þar sem maður á að vera heima eftir vinnu og skóla og hafa það huggulegt.
Ófærð víða um land | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Íþróttir
- Við áttum að gera meira af þessu
- Kom augnablik þar sem við gátum snúið leiknum við
- Of mikið að vera 24 stigum undir í hálfleik
- Ekki hægt að vinna körfuboltaleik ef þú skorar ekki
- Þeirra svar var bara stærra en okkar
- Skoraði sitt fyrsta mark í Hollandi
- Fer ekki þó City verði dæmt niður
- Sjötti leikmaðurinn úr 1. deild til Fram
- Fyrri hálfleikurinn felldi Ísland
- Valsmenn sigldu fram úr í lokin