Fínn fundur en áfram borgað í göngin

Þingmenn Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi, samgönguráðherra og fleiri góðir gestir glöddu Skagamenn á fundi í Fjölbrautaskólanum í gærkvöldi.  Gutti og samgönguráðherra opnuðu fundinn með ávörpum og síðan voru leyfðar fyrirspurnir.

Eðlilega var mest spurt um gjaldtöku í Hvalfjarðargöngin. Í kosningabaráttunni vorið 2007 hafði Gutti lagt mikla áherslu á að gjöld um Hvalfjarðargöng yrðu felld niður. Til að gera langa sögu mjög stutta virðist ekki þingmeirihluti fyrir slíkri ákvörðun. Enginn þingmaður Sjálfstæðisflokksins virðist fylgjandi slíkri tillögu, ekki einu sinni þingmennirnir úr NV-kjördæminu. Ekki eru heldur allir þingmenn Samfylkingarinnar þessarar skoðunar.

Það sem veldur meiri áhyggjum er að menn tala alveg hispurslaust um það að gjaldtaka eigi ekki að standa undir kostnaði við Vaðlaheiðargöng, Héðinsfjarðargöng eða göng á Austfjörðum. Það er heldur ekki rætt sérstaklega um að leggja skatt eða vegatoll á umferð um nýjan Suðurlandsveg eða Reykjanesbraut. En í Hvalfjarðargöngum skal innheimtur vegatollur alveg þar til búið er að borga göngin í topp.

Og hvað svo? Eigum við líka að borga tvöföldun ganganna? Og Sundabrautina kannski líka? Samræmist þetta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar?

Menn hafa athugað hver áhrifin eru af gjaldtökunni og bent á að þau ná miklu lengra en upp á Akranes eða að Grundartangasvæðinu og eru víðtækari en ætla má í fyrstu. Menn verða t.d. að horfast í augu við að ferðaþjónustuaðilar á Vesturlandi bera skarðan hlut frá borði vegna þessa og sú skerðing nær allt vestur á Snæfellsnes.

Það er léleg pólítík að segja að menn geti bara keyrt Hvalfjörðinn ef þeir tími ekki að borga. Vegagerðin og ríkisvaldið hafa sparað tugi ef ekki hundruði milljóna við uppbyggingu og viðhald þjóðvegarins um Hvalfjörð að menn gleymi nú ekki kostnaði við rekstur Akraborgarinnar.

Umferðaröryggi á að ráða mestu um forgangsröðun í samgöngumálum. Hvalfjarðargöng hafa ótvírætt sannað gildi sitt í því tilliti. Við viljum veggjaldið burt. Það er ósanngjarnt og fráleitt að skattleggja suma íbúa landsins með þessum hætti en ekki aðra. Látum í okkur heyra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 44973

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband