Hver skyldi hafa komið þessari frétt á framfæri?

Það kæmi ekki á óvart að starfsmenn forsetaframbjóðandans John McCain hefðu "látið vita" af þessu. McCain var hins vegar ekki með það á hreinu í sjónvarpsviðtali í vikunni hvað þau hjón ættu mörg hús en hann vissi að húsið sem Obama- fjölskyldan býr í í Chicago væri meira en milljón dollara virði. Það er alltaf spurning um sjá betur flísina í augum annarra en ekki bjálkann í eigin.

Auðvitað er þetta kosningabrella. Kannski sönn saga, ég veit ekki um það. En hitt veit ég að ömurlegar aðstæður fólks um allan heim batna pottþétt ekki nema repúblikanar flytji úr Hvíta húsinu. Það er bara hrikaleg tilhugsun fyrir okkur öll ef John McCain verður forseti Bandaríkjanna.

Í auglýsingu frá kosningaskrifstofu Barack Obama eru myndir af húsum McCain og í lokin kemur mynd af Hvíta húsinu og undir henni stendur: Þetta er hús sem bandaríska þjóðin hefur ekki efni á að John McCain búi í. undir það geta líklega flestir tekið.


mbl.is Bróðir Obama fátækur einsetumaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Björn

Og hvað með það??  Þetta hefði væntanlega verið stórfrétt á þínum bæ ef þetta hefði verið öfugt?

Guðmundur Björn, 22.8.2008 kl. 22:34

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég tek undir með þér Hrönn.

Fyrir utan það þá vitum við ekkert um það hvernig þessi maður er eða hvað hefur farið á milli þeirra bræðra.

Sporðdrekinn, 23.8.2008 kl. 06:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband