Um opna stjórnsýslu

 Undir lok síðasta kjörtímabils tók þáverandi meirihluti Samfylkingar og Framsóknarflokks ákvörðun um að kaupa nýtt húsnæði fyrir bókasafnið. Ákvörðunin var tekin án samráðs við fulltrúa minnihlutans en hún byggði á sameiginlegum niðurstöðum vinnuhóps sem skipaður var fulltrúum allra flokka. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sem voru í minnihluta bókuðu m.a. að það væri lágmarkskurteisi að kynna málið fyrir þeim. Ég er sammála því og hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að það hafi verið mistök að vinna ekki svona stórt mál í samvinnu allra bæjarfulltrúa. Þessi kaup urðu enda eitt aðalmálið í kosningabaráttu sem síðan fór í hönd þetta vor en þá lögðu Sjálfstæðismenn ofuráherslu á opna stjórnsýslu í stað pukurs. Það er ástæða til að rifja málið upp reglulega því að Sjálfstæðismenn komust í meirihluta eftir kosningarnar 2006 með frjálslyndum (eða óháðum eftir því hvernig litið er á málið) og hafa aldeilis ekki farið eftir því sem þeir gagnrýndu svo mjög áður. Aldrei hefur pukrið verið meira og skulu bara nefnd örfá dæmi. 

Tónlistarskólinn

Starfshópur skilaði þarfagreiningu fyrir Tónlistarskólann. Sú greining hefur aldrei verið birt. Framkvæmdanefnd mannvirkja bókaði um kostnaðaráætlun við innréttingar í tónlistarskólanum í október 2006. Áætlunin var aldrei birt og tilvist hennar neitað. Endanlegt uppgjör vegna tónlistarskólans hefur heldur ekki verið birt en framkvæmdanefndin gerði athugasemdir við fjölmörg verk sem unnin voru í heimildarleysi.  

Bókasafn

Í bakherbergjum núverandi meirihluta var skyndilega og fyrirvaralaust tekin ákvörðun um að kaupa húsnæði undir bókasafn. Ekkert samráð, engin kynning en fulltrúar minnihlutans sannfærðir sem fyrr að lífsnauðsynlegt væri að flytja starfsemi bókasafnsins og studdu málið.  

Leik- og grunnskólar

Skýrsla, sem var unnin um húsnæðismál grunn- og leikskóla, varð fyrirvaralaust úrelt og tillögurnar einnig. Ákveðið var að byggja nýjan grunnskóla án þess að málið væri rætt í skólanefnd, hvað þá annars staðar. Ekki bent á neinar lausnir á húsnæðisvanda grunnskólanna sem þegar er staðreynd. Samtímis er ákveðið fyrirvaralaust án nokkurrar umræðu samþykkt að flytja Skátasel, starfsmenn og börn á nýjan leikskóla við Ketilsflöt. Sögusagnir um að ráðinn verði leikskólastjóri án auglýsingar væntanlega úr lausu lofti gripnar en það kemur bara í ljós. 

Áheyrnarfulltrúar og málsvari frjálslyndra

Ekki þora fulltrúar meirihlutans í bæjarráði að hafa áheyrnarfulltrúa sem eru tilbúnir að hlusta kauplaust á umræðu þeirra sem völdin hafa. Formaður bæjarráðs segir aldrei neitt á fundum bæjarstjórnar svo ekki vita Akurnesingar mikið hvað henni finnst um málefni sem koma til afgreiðslu á þeim vettvangi. Formaðurinn tjáir sig bara á lokuðum fundum þar sem gengið er út frá því að trúnaður ríki. Það er hins vegar lærdómsríkt að glugga í gögn sem frjálslyndir gáfu út fyrir kosningar. Þar er t.d. að finna hugmynd formanns bæjarráðs að byggð fyrir 50 ára og eldri í Kalmansvík sem skýrir hvers vegna bæjarráð tók á móti Soffíu Magnúsdóttur til að afhenda henni 7 hektara lands í Hausthúsahverfi án þess að kynna það eða ræða fyrirfram.

 Hér hefur einungis verið minnst á nokkur mál en af mörgu er að taka. Sumir bæjarfulltrúar meirihlutans virðast eigin fangar í vef pukurs og leyndar þar sem hagsmunir heildarinnar eru ekki hafðir að leiðarljósi. Stjórnunarhættir núverandi meirihluta eiga ekkert skylt við opna stjórnsýslu, svo mikið er víst.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 44760

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband