Vatnaskemmdir við Svignaskarð

Var einmitt á ferðinni þarna í gærdag og tók eftir að vatnselgurinn var orðinn mikill. Fór á laugardaginn gamla veginn að Hvanneyri. Það vakti furðu hversu slæmur sá vegarspotti er. Bíllinn rásaði í drullu og svaði og við gömlu brýrnar yfir Sýkin var mjög mikið vatn á veginum. Er þetta ekki innansveitarvegur? Snjór, frost og rigningar í bland kunna að skýra ástand vegarins en ástand hans er varla boðlegt.

 


mbl.is Skarð í Hringveginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Áður fyrr var nær árviss viðburður að flóð voru á brúnum yfir Ferjukotssíkin. Kom oft fyrir að bílaraðir biðu beggja megin torleiðisins eftir því að sjatnaði í Síkjunum og oft þurfti að dubba upp á brýr þessar. Það var ein meginástæðan fyrir því að ný brú var byggð yfir Hvítá á ósunum milli Borgarness og Seleyrar. Önnur leið  fyrir 1980 var að fara yfir Hvítá við Kljáfoss en þrautalending var inn Hvítársíðu og yfir Hvítá hjá Bjarnastöðum. Á þessari leið þurfti að fara yfir mjög mjóa stálbitabrú yfir Norðurá. Svona var vegakerfið áður fyrr og yfirleitt ætíð seinfarið. Nú bruna allir framúr þó ekið sé á 80 km hraða í roki og rigningu eins og var í gær undir Hafnarfjalli!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 18.2.2008 kl. 11:26

2 Smámynd: Hrönn Ríkharðsdóttir

Þetta rifjaðist einmitt upp fyrir mér þegar ég fór þarna um á laugardaginn. En ég skil ekki hvers vegna veginum er ekki betur haldið við þar sem hann er leiðin sem fólk þarf að fara innan sveitarinnar. Menn verða að bregðast fyrr við.

Hrönn Ríkharðsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 44913

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband