29.5.2008 | 09:14
Stolt, glöð og þakklát
Á síðustu viku hef ég tvisvar farið í Tónberg sem er salur tónlistarskólans á Akranesi. Í bæði skiptin fékk ég tár í augun. Stolt í bæði skiptin, já! Glöð í bæði skiptin, já! Þakklát í bæði skiptin, já!
Í fyrra skiptið fór ég á tónleika Þjóðlagasveitar Tónlistarskólans. Þeir voru svo frábærir. Í þjóðlagasveitinni eru á annan tug stúlkna sem leika á fiðlur, syngja og tala undir stjórn Ragnars Skúlasonar. Nokkrum sinnum vöknaði mér um augu af hrifningu og gleði, en tvisvar beinlínis grét ég og var ekki ein um það. Þegar Kristín Sigurjónsdóttir söng lag Megasar Tvær stjörnur og síðan þegar Ylfa Flosadóttir söng Rósina. Það mætti lýsa þessu í lengra máli og með fleiri lýsingarorðum en þetta voru stórkostlegir tónleikar sem fólk á alls ekki að láta fram hjá sér fara.
Ég fékk aftur tár í augun á kynningarfundi um komu flóttafólks til Akraness. Fullt var út úr dyrum, fólk á öllum aldri af báðum kynjum hlustaði á upplýsingar og kynningu og fagnaði því sem það heyrði. Fundurinn var vandaður og málflutningur framsögumanna með ágætum. Á engan er hallað þótt minnst sé sérstaklega á unga konu frá Júgóslavíu sem þakkaði fyrir að hafa öðlast nýtt líf á Íslandi.
Það er eðlilegt að skiptar skoðanir séu um málefni. Það er eðlilegt að umræða fari fram um mál. Það er betra ef slík umræða er á uppbyggilegum og faglegum nótum. Það hafa margir skrifað um komu flóttamanna til Akraness. Við vitum öll um málflutning Magnúsar Þórs sem hefur að mínu mati farið offari. Þótt hann eigi rétt á sínum skoðunum þá hefur hann ekki rétt á að tala bæjarfélagið sitt / okkar niður með þeim hætti sem hann hefur gert. Landsmenn mega ekki fá á tilfinninguna að allt sé á vonarvöl á Akranesi og að hér ríki sérstök eymd. Það er ekki rétt.
Það er mikilvægt að bæjarbúar eigi skoðanaskipti og takist á um ágreiningsmál en það er ekki síður mikilvægt að menn standi saman þegar lýðræðisleg niðurstaða er fengin. Magnús Þór hefur verið talsmaður þess að pólítískt kjörnir fulltrúar hafi umboð kjósenda til að móta stefnu. Og jafnframt að meirihlutinn ráði ferð ef um ágreining er að ræða. Þetta eru leikreglur lýðræðisins.
Upplifun mín eftir fundinn og tónleikana í Tónbergi var stolt, gleði og þakklæti fyrir að vera hluti þess frábæra fólks sem býr á Akranesi. Verum stolt af bænum okkar, hrósum honum og hvert öðru. Áfram Skagamenn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 46666
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Össur telur erindi Pírata í stjórnmálum lokið
- Reykjavík tefur uppbyggingu
- Bjarni: Bankarnir ekki í takt við samfélagið
- Rockville borholan tekin í notkun á nýju ári
- Hættumat lækkað í Grindavík
- Illa þefjandi tuska Íslandsbanka
- Verið að eyðileggja framtíðina
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
Fólk
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.