29.5.2008 | 09:14
Stolt, glöđ og ţakklát
Á síđustu viku hef ég tvisvar fariđ í Tónberg sem er salur tónlistarskólans á Akranesi. Í bćđi skiptin fékk ég tár í augun. Stolt í bćđi skiptin, já! Glöđ í bćđi skiptin, já! Ţakklát í bćđi skiptin, já!
Í fyrra skiptiđ fór ég á tónleika Ţjóđlagasveitar Tónlistarskólans. Ţeir voru svo frábćrir. Í ţjóđlagasveitinni eru á annan tug stúlkna sem leika á fiđlur, syngja og tala undir stjórn Ragnars Skúlasonar. Nokkrum sinnum vöknađi mér um augu af hrifningu og gleđi, en tvisvar beinlínis grét ég og var ekki ein um ţađ. Ţegar Kristín Sigurjónsdóttir söng lag Megasar Tvćr stjörnur og síđan ţegar Ylfa Flosadóttir söng Rósina. Ţađ mćtti lýsa ţessu í lengra máli og međ fleiri lýsingarorđum en ţetta voru stórkostlegir tónleikar sem fólk á alls ekki ađ láta fram hjá sér fara.
Ég fékk aftur tár í augun á kynningarfundi um komu flóttafólks til Akraness. Fullt var út úr dyrum, fólk á öllum aldri af báđum kynjum hlustađi á upplýsingar og kynningu og fagnađi ţví sem ţađ heyrđi. Fundurinn var vandađur og málflutningur framsögumanna međ ágćtum. Á engan er hallađ ţótt minnst sé sérstaklega á unga konu frá Júgóslavíu sem ţakkađi fyrir ađ hafa öđlast nýtt líf á Íslandi.
Ţađ er eđlilegt ađ skiptar skođanir séu um málefni. Ţađ er eđlilegt ađ umrćđa fari fram um mál. Ţađ er betra ef slík umrćđa er á uppbyggilegum og faglegum nótum. Ţađ hafa margir skrifađ um komu flóttamanna til Akraness. Viđ vitum öll um málflutning Magnúsar Ţórs sem hefur ađ mínu mati fariđ offari. Ţótt hann eigi rétt á sínum skođunum ţá hefur hann ekki rétt á ađ tala bćjarfélagiđ sitt / okkar niđur međ ţeim hćtti sem hann hefur gert. Landsmenn mega ekki fá á tilfinninguna ađ allt sé á vonarvöl á Akranesi og ađ hér ríki sérstök eymd. Ţađ er ekki rétt.
Ţađ er mikilvćgt ađ bćjarbúar eigi skođanaskipti og takist á um ágreiningsmál en ţađ er ekki síđur mikilvćgt ađ menn standi saman ţegar lýđrćđisleg niđurstađa er fengin. Magnús Ţór hefur veriđ talsmađur ţess ađ pólítískt kjörnir fulltrúar hafi umbođ kjósenda til ađ móta stefnu. Og jafnframt ađ meirihlutinn ráđi ferđ ef um ágreining er ađ rćđa. Ţetta eru leikreglur lýđrćđisins.
Upplifun mín eftir fundinn og tónleikana í Tónbergi var stolt, gleđi og ţakklćti fyrir ađ vera hluti ţess frábćra fólks sem býr á Akranesi. Verum stolt af bćnum okkar, hrósum honum og hvert öđru. Áfram Skagamenn.
Fćrsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 48193
Annađ
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 37
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.