26.1.2008 | 16:50
Starfshæfnivottorð - ræðum málið allt
Sjálfstæðismenn er fullir vandlætingar yfir framkomu gagnvart Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra. Ekki dregur heldur Morgunblaðið úr hneykslan sinni. Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um "Ósæmilega aðför að borgarstjóra. " Þegar leiðarinn er lesinn má helst skilja að brotið hafi verið gegn borgarfulltrúanum Ólafi F. Magnússyni þegar hann kom úr veikindaleyfi vegna þess að hann var krafinn um heilbrigðisvottorð.
í 46. grein borgarmálasamþykktar segir að borgarfulltrúi skuli fá laun úr borgarsjóði fyrir störf í borgarstjórn. Þar kemur líka fram að forsætisnefnd skuli setja nánari reglur um réttindi borgarfulltrúa, s.s. lífeyrisssjóð, fæðingarorlof, starfslok o.fl. Laun borgarfulltrúa eru ákveðið hlutfall af þingfararkaupi (80%?). Borgarfulltrúar eru fulltrúar borgarbúa og launþegar í þeim skilningi að þeir þiggja laun úr sameiginlegum sjóði borgarinnar eins og hverjir aðrir launþegar hjá borginni.
Í flestum ef ekki öllum kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur gert er sérstakt ákvæði um starfshæfnisvottorð. Í þeim kjarasamningum sem ég las yfir og giltu fyrir ýmist almenna starfsmenn hjá borginni eða háskólamenntaða starfsmenn var nákvæmlega sama klausan:
"Starfsmaður sem hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt 1 mánuð eða lengur, má ekki hefja störf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi."
Finnst fólki ekki eðlilegt að sömu reglur gildi um kjörna fulltrúa sem fara með almannahagsmuni? Það má krefjast slíkt vottorðs af starfsmönnum leikskóla, grunnskóla eða íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt, en ekki kjörnum fulltrúum almennings! Ég ætla bara að leyfa mér að vera ósammála því alveg sama hvaða kjörni fulltrúi á í hlut. Jafnræðisregla stjórnsýslulaga leyfir ekki slíka mismunun.
![]() |
Sjálfstæðismenn ræddu borgarmál á kjördæmisþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 09:57
Greiðsla til kennara í Garðabæ
Forvitnilegt og flott að sjá og heyra hvernig Garðabær bregst við og, ef mínar upplýsingar eru réttar, þá hafa fleiri sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu gert slíkt hið sama. Við þetta vakna upp tvær spurningar:
1. Hver eru viðbrögð launanefndar sveitarfélaganna?
2. Hvað ætla önnur sveitarfélög að gera í málum sinna starfsmanna? Mega þeir vænta sambærilegra greiðslna?
![]() |
Greiðsla til kennara í Garðabæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 08:39
Nútíma lýðræði
Já, sjálfstæðismenn halda víða dauðahaldi í valdið. Á Akranesi koma þeir í veg fyrir að þeir flokkar sem ekki eiga kjörinn fulltrúa í bæjarráði fái að sitja þar og hlusta án þess að fá greitt fyrir það. Svona er nú lýðræðisástin mikil.
![]() |
25,9% Reykvíkinga styðja nýjan meirihluta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2008 | 08:29
Ótrúlegt
Aðför Guðjóns Ólafs Jónssonar Birni Inga Hrafnssyni bar árangur. Hún er í senn ótrúleg og óvenju gróf. Hún er enn ótrúlegri fyrir þær sakir að upphafsins má leita innan þeirra eigin flokks. Virðist fyrst og fremst mjög persónuleg!
![]() |
Björn Ingi hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 20:49
Beðið eftir Margréti?
![]() |
Töldu Margréti með |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 08:45
Dýrustu og ódýrustu leikskólagjöldin
Á fundi bæjarstjórnar í gær var kynnt samantekt sem bæjarfulltrúar minnihlutans hafatekið saman um leikskólagjöld í 14 sveitarfélögum. Upplýsingarnar eru fengnar af heimasíðum viðkomandi sveitarfélaga. Af þessari samantekt má ráða að foreldrar á Akranesi borga umtalsvert meira fyrir leikskólavist barna sinna en foreldrar í nánast öllum þeim sveitarfélögum sem við berum okkur saman við.
Látum tölurnar tala sínu máli. Öflugt sveitarfélag eins og Akranes verður að ákveða hvort það ætlar að fjárfesta í steinsteypu eða fólki.
Dýrustu og ódýrustu leikskólapláss á Íslandi Almennt gjald fyrir eitt barn með fæðiSveitarfélag Grunngjald 2. barn 3. barn Annað
Ísafjörður | 30.448 | 30% | 60% | 5 ára fá 4 klst/dag frítt |
Garðabær | 29.970 | 50% | 75% | 5 ára fá 6 klst/dag frítt |
Akranes | 28.432 | 25% | 50% | |
Borgarbyggð | 28.248 | 25% | 50% | |
Seltjarnarnes | 27.295 | 50% | 100% | |
Vestmannaeyjar | 26.580 | 50% | 80% | |
Fljótsdalshérað | 26.265 | 25% | 50% | |
Árborg | 25.749 | 50% | 100% | |
Reykjanesbær | 24.350 | 50% | 100% | |
Mosfellsbær | 23.810 | 50% | 100% | 5 ára börn borga ekki |
Hafnarfjörður | 22.797 | 30% | 60% | |
Akureyri | 22.199 | 30% | 60% | |
Reykjavík | 20.150 | 100% | 5 ára börn borga ekki | |
Kópavogur | 19.924 | 25% (?) | 75% | |
Hvalfjarðarsveit |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 22:07
Uppsagnir hjá HB Granda hf.
Á fundi bæjarstjórnar Akraness í dag 22. janúar 2008 var samþykkt samhljóða ályktun vegna uppsagna hjá HB Granda hf. sem tilkynnt var um í gær.
Í ályktuninni segir m.a.
Bæjarstjórn Akraness harmar að stjórn og stjórnendur HB Granda hf hafi gripið til þeirrar óheillaákvörðunar að segja upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins sem vinna í fiskvinnslu á Akranesi og tapa þar með í leiðinni miklum mannauði og trúverðugleika. Ákvörðunin kemur verulega á óvart eftir fyrri yfirlýsingar og fyrirheit stjórnarformannsins, Árna Vilhjálmssonar. Bæjarstjórn lýsir yfir megnri óánægju með ákvörðun stjórnar og stjórnenda fyrirtækisins en með henni eru þeir í raun að semja lokakaflann í 100 ára atvinnusögu útgerðar og fiskvinnslu á Akranesi. Með ákvörðun um stórfelldar uppsagnir starfsfólks í fiskvinnslu...er vegið alvarlega að grundvallar atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu og lífsviðurværi bæjarbúa. Bæjarstjórn mótmælir harðlega þeim vinnubrögðum sem stjórnendur fyrirtækisins hafa viðhaft við niðurskurð starfa á Akranesi á undanförnum misserum og ekki síst þeirri ákvörðun sem tilkynnt er nú um. Uppsagnir eru gerðar í nafni hagræðingar sem orkar mjög tvímælis m.a. í ljós ákjósanlegra aðstæðna...til útgerðar og fiskvinnslu...Bæjarstjórn óskar tafarlaust eftir fundi ...með stjórn og stjórnendum HB Granda hf þar sem þeir geri grein fyrir ákvörðunum sínum og framtíðarrekstri fyrirtækisins á Akranesi...
Allir þeir bæjarfulltrúar sem tóku til máls gagnrýndu uppsagnirnar harkalega. Guðrún Elsa Gunnarsdóttir, varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gat margfeldiáhrifa þeirra en uppsagnirnar hafa vitaskuld áhrif á fyrirtæki sem þjónustað hafa HB Granda og hugsanlega starfsmenn þeirra. því má ekki gleyma, málið teygir anga sína víða. Það er mikilvægt fyrir alla Akurnesinga að standa saman í þessu máli og snúa bökum saman gegn hagsmunum þeirra sem hafa eigin gróða- og hagræðingarsjónarmið ein að leiðarljósi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2008 | 21:05
Hver vill ekki vinna með hverjum?
Yfirlýsing Ólafs F. Magnússonar er hreint ótrúleg. Í hverju eru vonbrigði hans fólgin? Hann semur við Sjálfstæðisflokkinn um meirihlutasamstarf í borgarstjórn án samráðs við sitt nánasta samstarfsfólk, sprengir meirihlutann sem flokkurinn hans átti aðild að, spyr hvorki kóng né prest og skilur svo ekki neitt í neinu. Við hverju bjóst maðurinn eiginlega?
Það sem vakti þó meiri athygli mína frá fréttamannafundinum í gærkvöldi var hvað borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virtust lítið glaðir.
![]() |
Mikil vonbrigði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2008 | 08:30
Grundvallarstefnan?
Nýi meirihlutinn ætlar að setja allt upp á borð varðandi REI og OR. Leiðari MBL talar um að menn eigi að láta almannahagsmuni ráða og fylgja sannfæringu sinni í OR- málinu.
Er nema von að maður spyrji hver sú sannfæring er eða hvenær hún varð til? Hún var ekki til þegar allir flokkar í borgarstjórn samþykktu 2001 að OR mætti stunda áhætturekstur! Hún var ekki til þegar lög um hið sama voru samþykkt á Alþingi með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. Og hún var ekki til í mars 2007 þegar Guðlaugur Þór, þáverandi stjórnarformaður OR og núverandi heilbrigðisráðherra, lagði til að stofna sérstakt fyrirtæki um útrásarþáttinn.
Þessi sannfæring var heldur ekki til þegar Landsvirkjun undirritaði í febrúar 2007 samning við Landsbankann um stofnun alþjóðlegs fjárfestingarfélags sem ætlað var að fjárfesta erlendis í verkefnum um endurnýjanlega orkuvinnslu.
Þessi sannfæring var ekki til þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði margumtöluð mistök síðastliðið haust í stjórn OR. Verða menn ekki að upplýsa a.m.k. borgarbúa og jafnvel fleiri um það hvenær þessi grundvallastefna eða sannfæring Sjálfstæðisflokksins varð til.
![]() |
Allt upp á borð varðandi REI |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2008 | 13:33
Steyptir stígar og bílastæði - frágangur
Þótt ég skrifi mikið um samstarf (eða samstarfsleysi) innan bæjarstjórnar þá er ég fyrst og fremst íbúi á Akranesi og tjái mig auðvitað líka sem slíkur. Ég hef búið í Jörundarholti síðan 1984. Íbúar í hverfinu hafa lengst af mátt þola að leikvöllur þess sé illa búinn leiktækjum og almennt lítt aðlaðandi en það er mál út af fyrir sig. Við höfum oftast haft meiri áhyggjur af því að börnin sem hér búa þurfa mörg að fara yfir ófrágengin stórbílastæði til að komast á leikvöllinn.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ákveðið við skipulag Jörundarholts að gera ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Með stórum bílum á ég við fhlutningabíla, jafnvel með tengivögnum, sömuleiðis vörubíla að ógleymdum skurðgröfum og ýmsum fylgihlutum þeirra.
Árum saman var merkið fyrir stórbílastæði á vitlausum stað í Jörundarholti hinu efra en með frekju var hægt að fá það flutt þangað sem því var ætlað að vera samkvæmt skipulagi en það var auðvitað í óþökk íbúanna í neðri hlutanum.
það eru ótrúlegustu hlutir, tæki og tól geymdir á þessum bílastæðum og ég held að fólk trúi því ekki nema skoða það sjálft. Í blíðviðrinu síðastliðið sumar voru t.d. kamrarnir sem notaðir voru á fótboltamóti á vegum ÍA í lok júní fluttir á stórbílastæðið í Jörundarholti og geymdir þar þangað til þeir fóru á írska daga. Þetta var alveg sérstakt augnayndi þegar íbúarnir voru fyrir utan húsin sín á góðviðrisdögum.
Þegar umhverfisnefnd sendi síðastliðið haust bæjarbúum bréf um að nú væri komið að almennri tiltekt í bænum þá var endalaust hlaðið verkfærum, vinnutækjum og guð má vita hverju á stórbílastæðið í neðra Jörundarholtinu. Athugasemdum íbúanna var ekki svarað. Vitað er að í því ákveðna tilviki var skýring til staðar en vegna þess að íbúar fengu ekki svar eða skýringu þá urðu leiðindi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.
Ég hef horft á menn sem búa niðri í bæ koma keyrandi með hestakerrurnar sínar og skilja þær eftir á þessum bílastæðum og keyra svo í burtu. Hvers á fólk að gjalda?
Við sem búum í Jörundarholtii viljum að stórbílastæðunum verðii komið í burtu, að bærinn leggi bundið slitlag á bílastæðin sem verði ætluð fólksbílum og gangi frá þeim með sambærilegum hætti og gert er annars staðar í bæjarfélaginu. Það er óþolandi að búa áratugum saman við ófrágengin opinber svæði eins og við höfum þurft að gera. Mér er jafnljóst og öðrum að núverandi meirihluti hefur starfað stutt og þeir sem voru á undan bera ábyrgðina ekki síður ef fólk vill ræða það sérstaklega. En þegar menn setja niður á blað í löngu máli allt sem á að gera í þessum efnum, þá stingur í stúf að fjölmennt íbúðarhverfi skuli enn einu sinni sitja á hakanum. Við það verður ekki unað.
Núna ætlar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Innlent
- Dagskrártillaga frá stjórnarandstöðunni
- Lögreglan leitar að Hebu Ýr
- Fasteignasali þróar partíleik
- Viljandi villt í Hljómskálagarði og Grafarvogi
- Fjárheimild veitt í þjóðaratkvæðagreiðslu
- Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega
- Ný 85 íbúða þyrping fyrirhuguð í Skógarhlíð
- Ungmenni að reykja kannabis reyndu að opna bíla