Grundvallarstefnan?

Nýi meirihlutinn ætlar að setja allt upp á borð varðandi REI og OR. Leiðari MBL talar um að menn eigi að láta almannahagsmuni ráða og fylgja sannfæringu sinni í OR- málinu.

Er nema von að maður spyrji hver sú sannfæring er eða hvenær hún varð til? Hún var ekki til þegar allir flokkar í borgarstjórn samþykktu 2001 að OR mætti stunda áhætturekstur! Hún var ekki til þegar lög um hið sama voru samþykkt á Alþingi með atkvæðum þingmanna úr öllum flokkum. Og hún var ekki til í mars 2007 þegar Guðlaugur Þór, þáverandi stjórnarformaður OR og núverandi heilbrigðisráðherra, lagði til að stofna sérstakt fyrirtæki um útrásarþáttinn.

Þessi sannfæring var heldur ekki til þegar Landsvirkjun undirritaði í febrúar 2007 samning við Landsbankann um stofnun alþjóðlegs fjárfestingarfélags sem ætlað var að fjárfesta erlendis í verkefnum um endurnýjanlega orkuvinnslu.

Þessi sannfæring var ekki til þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði margumtöluð mistök síðastliðið haust í stjórn OR. Verða menn ekki að upplýsa a.m.k. borgarbúa og jafnvel fleiri um það hvenær þessi grundvallastefna eða sannfæring Sjálfstæðisflokksins varð til.

 

 

 


mbl.is Allt upp á borð varðandi REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband