Skemmtilegt!

Núna loksins skil ég hvernig Sjálfstæðismönnum hefur liðið fyrir kosningar. Þeir hafa nefnilega alltaf stutt stærsta stjórnmálaflokk landsins og verið býsna roggnir með það og sig! Nú verður Samfylkingarfólk um allt land að fara vel með þessa stöðu. Ekki verða of örugg eða ánægð með okkur. Stjórnmálamenn og flokkar eiga að sýna kjósendum auðmýkt því valdið kemur þaðan. Kjósendur veita vald og taka það aftur ef þeim finnst ástæða til.

Málefnaleg umræða og rök rata oftast rétta leið. Flestir kjósendur eru leiðir og þreyttir á pólitískum skætingi. Það er gott fólk í öllum flokkum en ágreiningur um forgangsröðun og leiðir. Það er ekki mjög trúverðugt að kasta pólítískum skít í andstæðinga sína og ætla svo að vinna með þeim eftir kosningar eins og ekkert hafi í skorist.


mbl.is Samfylking eykur forskot sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Hrönn,

hjartanlega sammála þér. Nú verður Samfylkingin að stíga varlega til jarðar. Það er margt sem getur gerst á 2 vikum og það veit sá sem allt veit að nú mun Valhallarveldið velta við hverjum steini til að grafa upp skít um hina flokkana. En könnunin er skemmtileg og gefur manni byr undir báða vængi.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 9.4.2009 kl. 15:41

2 identicon

Ég Kaus Samfylkingu fyrir síðustu kostningar til að fella Stjórn Sjálfstæðis og framsóknar

Samfylkingu er ekki treystandi

Því miður

Æsir (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 17:31

3 Smámynd: Hrönn Ríkharðsdóttir

Sæll Æsir.

Það er nú einu sinni svo að atkvæðið okkar tryggir ekki að hlutirnir gangi eftir. Ég vonaði líka að ríkisstjórnin sem sat fyrir 2007 félli en það gerðist ekki. Fólkið í landinu vildi hafa hana áfram þrátt fyrir allt. En ég ætla samt að treysta Samfylkingunni áfram vegna þess að það er okkar eina von. Gangi þér vel að finna þínu atkvæði farveg.

Hrönn Ríkharðsdóttir, 9.4.2009 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband