Er ekki allt í lagi með þetta fólk?

Hér er dæmalaust skilningsleysi á ferðinni. Þeir sem búa úti á landi og verða af ýmsum ástæðum að keyra um á nagladekkjum verða líklega að koma við í Mosfellsbænum til að skipta um dekk áður en þeir keyra inn í höfuðborg allra landsmanna! Það er þá betra að vera með allt settið í bílnum þegar lagt er af stað.

Hvernig í ósköpunum halda menn að hægt sé að keyra á heilsársdekkjum í snjó og hálku víða úti á landi? Ég bara trúi því ekki að menn misnoti vegalög til að tryggja Reykjavíkurborg tekjur af landsbyggðarfólki með þessum hætti. Þvílík veruleikafirring.


mbl.is Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er ekkert sem segir að fólk út á landi þurfi nagladekk.. ég bjó út á landi og datt ekki í hug að keyra um á nöglum.. vetrardekk nú til dags eru orðin það góð að naglar eru óþarfir og að mínu mati bara hættulegir þar sem mjög sjaldan er snjór í reykjavík og hemlunarvegalengd lengist verulega á nöglum á auðum vegi

út á landi er ekki notað sama eitrið og hérna í reykjavík sem lætur snjó blotna og verða mun hálari.. allt aðrar aðstæður út á landi og mun betra keyra þar í snjó heldur en í bænum snjórinn mun stamari þar og nútima vetrardekk virka vel 

kjartan Björnsson (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 17:58

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hrönn. Ég er búinn að búa austur á landi 20 ár og síðasta árið á Akureyri. Hér duga ekkert annað en nagladekk, hér er ekki saltað. Þetta lið þarna í Reykjavík er að hugsa um pækilsaltaðar öruggar götur. Við þurfum að fara yfir fjallvegi til að komast til höfuðstaðarins, þetta er sama sjónarmiðið og með flugvöllinn. Fólk gerir sér ekki grein fyrir að Reykjavík er höfuðborg alls landsins, þar er þjónustan og þangað borgum við skattana. Eina sem er öruggt þegar ég keyri til Reykjavíkur er að göngin eru auð.

Haraldur Bjarnason, 12.11.2008 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 44756

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband