13.1.2009 | 19:29
Grýting?
Oft hef ég furðað mig á málfari fréttamanna í útvarpi pg sjónvarpi, einkum og sér í lagi þeirra sem fjalla um íþróttir. Almennt hefur mér fundist blaðamenn mun betur að sér í íslensku en fyrrnefndir kollegar þeirra. Stundum verður manni samt orðavant! Slapp undan grýtingu? Hvar í ósköpunum gróf blaðamaður þetta orð upp? Það er bara ekki til í íslensku. Hinir írönsku karlmenn voru grýttir til bana og sá þriðji komst undan.
Nafnorðanotkunin í íslensku máli má ekki ganga svo langt að menn búi til einhver orðskrípi úr tengdum sagnorðum. Látum vera þótt slíkt sé gert í talmáli en öðru máli gildir um ritmál.
Slapp undan grýtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Skylaust brot à umferðalögum orðana.
mèr er òfyrirmunað að skilja innihald frèttaflutnings af þessu tagi.
Hann semsagt flùði fljùgandi grjòtið,
eða öllu heldur þà slapp hann naumlega undan fljùgandi grjòtinu
með þvì að komast upp ùr holu sem að hèlt honum föstum :)
Ingi Örn Hafsteinsson, 13.1.2009 kl. 21:32
Já grýtum hann fyrir þetta ;)
Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 22:44
Það er líka ein frétt þarna sem ber fyrirsögnina "Húðflúraði hakakross á barn".
Nú er ég ekkert sérstaklega að mér í málinu og það má vel vera að þessi sögn sé til en ég hef að minnsta kost aldrei heyrt þessa sögn "að húðflúra" áður.
Axel (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 23:04
Hér er fjallad um mannslíf í fréttinni og dauda fólks.Furdulegt ad íslensk stafsetning og ordanotkun sé thad eina sem thid sjáid ástædu til ad gagnrýna!
Birna Guðmundsdóttir, 14.1.2009 kl. 08:33
Hva, voðaleg smámunasemi er þetta : Það er blaðamönnum vefmoggans svo sem ekki til hróss, en mér finnst þeir oft hafa komist verr að orði en þetta: Og hvað annað viltu kalla "grýtingu"; "grjótkast": Það er ekkert beinlínis rangt við orðið sem slíkt, og ef það hefur ekki verið til áður þá er það það núna; málrökfræðilega held ég að það standist allar kröfur semgera má til nýyrða. Þaðfylgir annars ekki sögunni hvað hann var fyrir mörgum grjótum (nei, grín: steinum ) áður en hann losnaði.
Eða hvað segirðu um orð -svo við tökum eitthvað nærtækt- á borð við "Hegningu" nú ellegar "nýtingu" (sem byggt er upp með hliðstæðum hætti?
Íslendingar eiga mjög sveigjanlegt mál m.t.t nýyrðasköpunar en auðvitað þarf að hafa visst vald á því til vel takist til , sem er ekki alltaf tilfellið þegar vefblaðrarar eru annars vegar.
"Húðflúr" er akki heldur nýtt af nálinni; gæti einhverjum dottið í hug að tala um "málfarslegt húðflúr" en væri þó nærtækara að tala um "málskrúð"; viðkomandi væri þá að "málskrýða" (jæja kannski frekar "að skryða mál sitt" ) og ef hann leggðist málfarslega mjög lágt væri sá hinn sami farinn að málskríða...?? (ehehe)
Það sem ég vildi segja er í hnotskurn: Íslenskan er okkar mál, tákn frelsis okkar og sérstöðu sem þjóðar. Njótum þessa frelsis!
..Og göngum ekki í ESB
Pétur Arnar Kristinsson, 14.1.2009 kl. 08:36
Æ!! það vantaði þarna "ð" hjá mér á einum stað: Ekki grýta mig fyrir það!
Pétur Arnar Kristinsson, 14.1.2009 kl. 08:38
Hafðu engar áhyggjur.............það er bara gaman að eiga skoðanaskipti við fólk...hugsaðu þér ef allir væru sammála um allt...!!
Hrönn (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.