Bjálkinn og flísin

Ekki kemur þessi málflutningur á óvart. Margir Sjálfstæðismenn virðast ekki hafa vaknað til meðvitundar um aðils flokksins að ríkisstjórn fyrr en við stjórnarskiptin 2007. Þá voru gefin út veiðileyfi á ráðherra Samfylkingarinnar. Sömu sögu má raunar segja um Framsóknarmenn.

Það er kannski ástæða til að minna Styrmi og fleiri Sjálfstæðismenn á þá óþægilegu staðreynd að framboð til Öryggisráðs SÞ var tekið af þeirri ríkisstjórn sem fór með völd á síðasta kjörtímabili undir forystu Davíðs, Geirs og Halldórs Ásgrímssonar. Margt af því sem núverandi ríkisstjórn glímir við fékk hún í arf frá þeim sem á undan komu. Sumt ágætt en fleira skelfilegt. Er þar skemmst að minnast kvótakerfis, einkabanka í stjórnlausri útrás og peninga- /gengisstefnu sem ekki stóðst þegar á reyndi.

Samfylkingin verður auðvitað að axla ábyrgð á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi en hún á alls ekki að taka á sig ábyrgð fyrir aðra. Kvótakerfið er upphaf þess hruns sem við nú stöndum frammi fyrir. Þegar örfáir menn gátu selt, leigt og veðsett óveiddan fisk sem er sameign þjóarinnar þá var voðinn vís.


mbl.is Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband