Hlakkar í honum?

Það er erfitt að lesa í viðbrögð Steingríms Sigfússonar. Stundum hef ég á tilfinningunni að það hlakki í honum. Það hafa margir ástæðu til að gagnrýna bæði núverandi ríkisstjórn en ekki síður þá sem sat áður en hafði einhverjum dottið í hug að ástandið yrði svona skelfilegt. Kannski Steingrími. en helvíti er það hart að hann skuli ekki hafa vit á að sleppa glottinu og leggja eitthvað til málana. Það  er með ólíkindum hvað hann er bara alltaf á móti. Engar raunhæfar lausnir, bara eitthvað annað en verið er að gera. Hann þyrfti að komast í meirihluta og þurfa að bera ábyrgð á erfiðum ákvörðunum sem endast varla daginn af því að eitthvað nýtt kemur upp á.

Svo væri líka gott ef Guðni Ágústsson vaknaði af þeim óminnissvefni sem hrjáir hann. Bara til að rifja upp fyrir þeim ágæta manni var hann og hans flokkur í ríkisstjórn þrjú kjörtímabil fyrir 2007. Svaf hann á öllum ríkisstjórnarfundum? Maðurinn verður að hysja upp um sig og reyna að muna hverju hann tók þátt í. Það var á ríkisstjórnartíma hans (og fleiri) sem bindiskyldan var afnumin, sem engin höft voru á útrás bankanna, sem fjármálaeftirlitið var sett á laggirnar og vanað um leið. Guðni sat í ríkisstjórn þegar Davíð Oddsson var gerður að seðlabankastjóra. Koma svo, Guðni. Þú ert klárari en þetta.

Ríkisstjórnin verður svo auðvitað að upplýsa þjóðina betur en gert hefur verið. Ef við látum ráðherrana njóta vafans og segjum að það sé bara ekki hægt að vinna hraðar eða segja meira þá verða þeir að setja sig í spor almennings sem veit ekki í hvorn fótinn skal stíga og hefur mjög misvísandi upplýsingar svo ekki sé meira sagt. Mikill uggur er í fólki og almennur kvíði. Er það nema von?


mbl.is Alfarið á ábyrgð ríkisstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Það er erfitt að lesa í viðbrögð Steingríms Sigfússonar. Stundum hef ég á tilfinningunni að það hlakki í honum. Það hafa margir ástæðu til að gagnrýna bæði núverandi ríkisstjórn en ekki síður þá sem sat áður en hafði einhverjum dottið í hug að ástandið yrði svona skelfilegt. Kannski Steingrími. en helvíti er það hart að hann skuli ekki hafa vit á að sleppa glottinu og leggja eitthvað til málana. Það  er með ólíkindum hvað hann er bara alltaf á móti. Engar raunhæfar lausnir, bara eitthvað annað en verið er að gera. Hann þyrfti að komast í meirihluta og þurfa að bera ábyrgð á erfiðum ákvörðunum sem endast varla daginn af því að eitthvað nýtt kemur upp á."

 Mér fallast alveg hendur þegar fólk gagnrýnir að einhver segi eitthvað...Hvað? á maðurinn að vera sammála ruglinu?....hann er í stjórnarandstöðu og það er hlutverk hans að gagnrýna bullið...þú hlýtur að skilja það

 snýst þetta ekki bara um sært stolt....ertu kannski sjálfstæðismanneskja að upplagi og ert að sjá allt fara til fjandans..

 Nei maður spyr sig...Steingrímur og vinstri grænir eru einu sem eru að standa sig þarna...og jú það er sárt að heyra....I TOLD YOU SO

Dísa (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Mér sýnist  þingið vera meir og minna óstarfhæft þar virðist vera eittyhvert plott í gangi sumir fá að vita hvað er í gangi aðrir ekki. þetta minnir orðið  á skólakrakka  annars bloggaði ég um þetta í gær

Gylfi Björgvinsson, 6.11.2008 kl. 14:25

3 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Þú hefur alveg rétt fyrir þér Hrönn, auðvitað er það eina í stöðunni að VG og Steingrímur komist í meirihluta, allir aðrir flokkar (tekur því ekki að tala um xF) bera beina ábyrgð á ósköpunum. Framsókn er auðvitað sek eftir að hafa lagt grunninn að einkavinavæðingu bankanna og gefið þeim síðan lausan tauminn til að stunda fjárhættuspil með peninga almennings. Samfylkingin ber auðvitað ábyrgð, þó minni sé en B og D, því ekkert hefur verið gert til að leiðrétta mistök BD stjórnarinnar í þann tíma sem Samfylkingin hefur verið í stjórn. Svo situr auðvitað seðlabankastjóri, fjármálaeftirlit og ríkisstjórn enn í umboði Samfylkingarinnar. Auðvitað þarf nýtt fólk að bjarga brunarústunum. Ríkisstjórninni verður að henda strax, annars verður líklega bylting, svo hrikaleg er staðan. VG er örugglega tilbúið í það hlutverk að bjarga því sem bjargað verður.

Guðmundur Auðunsson, 6.11.2008 kl. 14:33

4 identicon

Æi...ég er nú ekki sjálfstæðismaður. Það stendur efst á síðunni minni að ég sé bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Það er gott að einhver getur glaðst, Dísa, á meðan Róm brennur, eins og stundum er sagt. Ég ætla ekki að vera með í því.

En ég er ekki sérstakur áhugamaður um að Steingrímur komist í stjórn. Ég tel hins vegar að hann hefði gott af því að bera ábyrgð meðal annars á óvinsælum eða óheppilegum ákvörðunum. Ég hef ekki trú á að VG sé í stakk búið til að breyta neinu.

Hrönn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 15:43

5 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Hrönn, svo þú vilt frekar hafa Sjálfstæðisflokkinn í stjórn heldur en VG, þó þeir séu meira og minna búnir að koma landinu á hausinn?! Það vegna þess að Steingrímur fer í taugarnar á þér? Þú vilt sem sagt hafa Davíð í seðlabankanum og Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn, þá sömu og hleyptu bónusfurstunum lausum til að spila fjárhættuspil með fjármuni almennings, frekar en Steingrím og VG, af því að "hann nöldrar svo mikið". Skiptir engu máli þó Sjálfstæðisflokkurinn skilji eftir sig brunarústir og VG séu búnir að vara við ástandinu í árabil. Svo þegar kemur í ljós að VG hafði rétt fyrir sér (þetta hefur Össur meira að segja viðurkennt opinberlega), þá hefur þú "ekki trú á að VG sé í stakk búið til að breyta neinu". En Sjálfstæðisflokknum hefur þú trú á. Í alvöru, er þetta almennt viðhorf Samfylkingarmanna?

Guðmundur Auðunsson, 7.11.2008 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 44840

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband