4.11.2008 | 09:44
Gott hjá þér!
Ég er sammála stóru systur minni í þessu máli. Hér eiga flokkabönd ekki að skipta máli heldur almennt siðferði manna. Almenningi er misboðið með margs konar framferði manna og kvenna. Seðlabankastjórnin verður að víkja nú þegar og kannski einhverjir fleiri.
Svo ítreka ég þá skoðun mína að bankastjóri Nýja Glitnis verði látin víkja vegna vanhæfni. Hún er rúin trausti eftir eigið hlutabréfasukk. Fyrir venjulegt fólk sem berst fyrir því að borga af lánum er óskiljanlegt hvernig einhver getur misst af því að borga af 190 milljóna láni. Hverjir eru í slíkri aðstöðu? Innherjarnir sem græddu á upplýsingum sem aðrir fengu ekki, bæði þegar vel áraði og ekki síður þegar harðna tók á dalnum.
Fagna því mjög að fleiri og fleiri eru sammála um skuldajöfnunarleiðina gagnvart bönkunum. Sú hugmynd hlýtur að fá byr undir báða vængi nú þegar þeir sem mest hafa eru lausir við skuldirnar en almenningur þarf að borga sínar. Þetta er svívirðilegt ef satt er.
Svo langar mig til að koma með vísu sem ég lærði sem krakki og á ágætlega við í dag þegar við efumst stöðugt um það sem okkur er sagt:
Satt og logið sitt á hvað
sönnu er best að trúa.
en hvernig á að þekkja það?
Þegar flestir ljúga.
Bankastjórar og bankaráð víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 46659
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrönn, kratagenin leyna sér ekki hjá henni frekar en Þorgerði Katrínu.
Haraldur Bjarnason, 4.11.2008 kl. 11:24
Skrifa undir þetta, fólk er alveg magnlaust eftir þessar síðustu Kaupþingsfréttir, stórasiss er bara flottust núna
kveðja
Ninna
Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.