15.7.2008 | 16:23
Daglegar seinkanir
Ég get ekki orða bundist lengur. Það eru nánast daglegar fréttir af seinkunum hjá Iceland Express og ekki bara einhverjar mínútur eða klukkutími. Nei, farþegar bíða klukkustundum saman á flugvöllum eftir flugi. Og ekki fást neinar bætur fyrir.
Ég hef einu sinni lent í ofbókuðu flugi. Það var raunar með erlendu flugfélagi og það var bætt á staðnum. Ekkert vesen; afsökunarbeiðni þegar í stað. Hótel, matur og skaðabætur borgað orðalaust.
Auðvitað eru skýringar á öllu saman en það vekur óneitanlega athygli hversu algengt þetta er. Og líka hitt að nú heyrir til undantekninga að slíkt gerist hjá Icelandair. Enda velur maður að borga aðeins meira fyrir trúna á að komast á leiðarenda á tilskildum tíma. Það er bara þannig.
Tafir hjá Iceland Express | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alveg rétt en ef maður er að fara í helgarferð, kannski þrjá eða fjóra daga og vill ekki taka sjens á að eyða heilum degi í bið á flugvelli, þá er Icelandair betri kostur. Þeirri staðreynd verður Iceland Express að bregðast við að mínu mati.
Hrönn (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 22:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.