Skyldi nokkurn undra?

Ég er ekki hissa á þessari niðurstöðu. Raunar varð ég heldur ekki undrandi þegar ég las að Guðmundur Þóroddsson hefði verið látinn fara frá Orkuveitu Reykjavíkur. Það eru mikil mistök.

Guðmundur Þóroddsson þykir sérfræðingur á sínu sviði og hans bíða örugglega verðug verkefni innan fyrirtækja sem kunna betur að meta þekkingu hans og þor heldur en meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur gerir. Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær.

Framganga meirihlutans í Reykjavík innan stjórnar OR vekur einnig upp spurningar um stöðu Hjörleifs Kvarans hjá Orkuveitunni. Það skyldi engan undra að hann yrði látinn taka pokann sinn sömuleiðis. Ekki vegna þess að hann hafi staðið sig illa. Nei, vegna þess að þeir Guðmundur þurfa að borga mistök Vilhjálms Vilhjálmssonar dýru verði.

Hvað ætli menn segi þegar Bjarni Ármannsson og fleiri stofna fyrirtæki sem mun taka við öllum þeim tækifærum sem buðust OR? Stofnendur slíks fyrirtækis munu fagna aðkomu stjórnenda og sérfræðinga eins og þeirra sem eru látnir yfirgefa OR til að halda friðinn innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna í Reykjavík.

Þegar upp er staðið verða það samt eigendur fyrirtækisins (hinn almenni borgari) sem blæða fyrir klúður Vilhjálms Þ. Það er frekar ömurlega niðurstaða og engum til sóma. Meirihlutinn í Reykjavík nýtur minna fylgis meðal borgarbúa en ásættanlegt er. Énn færri treysta borgarstjóranum! Skyldi nokkurn undra??

 


mbl.is Fylgi D-lista aldrei minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það má vel vera að uppsögn Guðmundar Þóroddssonar sé hluti af einhverju nýju plotti hjá $jálfstæðismönnum. Sá flokkur virðist í það minnsta leita þangað sem peningarnir liggja. Spurningin er bara, hvar eru þeir núna?

Kjartan Pétur Sigurðsson, 1.6.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband