Mega menn ekki tjá sig í búningi ÍA?

Ég var furðu lostin þegar ég las þessa setningu. Mega liðsmenn ÍA ekki tjá sig við fjölmiðla þegar þeir klæðast félagsbúningnum? Getur þetta verið rétt og hver ákvað það?

Ég er stolt af því að vera Skagamaður. Ég er ekki alltaf sammála okkar ágæta þjálfara þegar hann talar við fjölmiðla um knattspyrnu en það er bara allt í lagi. Hann hefur ákveðnar skoðanir og veit sjálfsagt manna best að það eru ekki allir sammála honum. En varla hefur hann bannað leikmönnum að tjá sig við fjölmiðla?

Guðjón nefndi í viðtalinu að það ríkti tjáningarfrelsi á Íslandi og hann mætti hafa sínar skoðanir. Það er auðvitað rétt. En gilda ekki lög um tjáningafrelsi líka um leikmenn meistaraflokks ÍA? Ég held að menn verði að svara því. Hér hlýtur að vera um misskilning að ræða.


mbl.is „Mikill heiður að fá spila fyrir Íslands hönd“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að hann sé einn sem megi ekki tjá sig við fjölmiðla. Guðjón Þórðarsson er svakalegur.

Stefán Smári (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 09:33

2 identicon

Guðjón hefur neitað Morgunblaðinu um viðtal frá því í fyrrasumar. Frá og með sama tíma bannaði hann öllum leikmönnum sínum að ræða við blaðamenn Morgunblaðsins. Ástæðan fyrir banninu var óánægja Guðjóns með umfjöllun Morgunblaðsins um kappleik Vals og ÍA á Laugardalsvelli á síðasta sumri.

Þannig er það.

Kveðja, Ívar Benediktsson.

Ívar Benediktsson (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46680

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband