19.5.2008 | 15:56
Ungur afreksmaður
Það er alltaf gaman þegar ungir og efnilegir leikmenn fá tækifæri til að leika með landsliði. Arnór hefur spilað með hollensku liði í mörg ár og Íslendingar kannski ekki haft tækifæri til að fylgjast með honum sem skyldi. en hann er frábær fótboltamaður.
Það var einstök upplifun að fylgjast með ungum og öldnum knattspyrnuhetjum Skagamanna ganga inn í Akraneshöllina á annan dag hvítasunnu, allir klæddir í gula og svarta búninga með ungan Akurnesing sér við hlið. Ég held að það hafi fleiri en ég fengið tár í augun. Áhorfendur, sem skiptu þúsundum, klöppuðu hetjunum sínum lof í lófa. Tvö lið undir stjórn Harðar Helgasonar og Guðjóns Þórðarsonar spiluðu síðan fótbolta við fögnuð viðstaddra. Margir sýndu gamla takta en augljóslega farið að hægja á sumum.
Það er ástæða til að þakka fyrir þessa hátíð sem lengi verður í minnum höfð.
Arnór í fyrsta sinn í A-landsliðshópi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 46660
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.