Sjálfstæðismenn í vanda - menn eða mýs?

Sjálfstæðismenn hafa víðar áhyggjur af sínum mönnum og samstarfi þeirra við Frjálslynda. Mér er sagt að sjálfstæðismenn á Akranesi hafi margir áhyggjur af bæjarstjórnarmeirihlutanum hér. Jú, jú, berin eru súr og auðvitað vildi ég gjarnan vera í meirihluta en ekki minnihluta. En ekki fyrir hvað sem er og ekki heldur á hvaða forsendum sem er eins og nú er á Akranesi!

Nú verður bæjarstjórnarmeirihlutinn til dæmis að gera það upp við sig hvort hann ætlar að láta Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúa Frjálslyndra og formann félagsmálaráðs slátra hugmyndinni um að taka við 30 flóttamönnum frá Palestínu (Sigurjón Þórðarson sagði frá Írak en ég held að það sé rangt). ERum við menn eða mýs?

Skagamenn munu í dag hópast í Akraneshöllina og fylgjast með ungum og öldnum knattspyrnuhetjum spila knattspyrnu og fagna langri sigursögu Skagamanna í þessari íþróttagrein. Skagamenn eru bestir, það vitum við öll. Skagamenn skora mörkin, það vitum við líka.

En ætla Skagamenn að skora í mannúðarmálum? Það ræðst af viðhorfi Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Akraness.  Ætla Sjálfstæðismenn á Akranesi að láta Magnús Þór Hafsteinsson segja sér fyrir verkum? Munu Sjálfstæðismenn sitja eins og hlýðnir hundar og segja nei eða munu þeir standa beinir í baki og láta gott af sér leiðameð því að samþykkja að Akraneskaupstaður taki á móti flóttamönnum? Það getur ráðist á morgun þegar bæjarstjórn kemur saman.


mbl.is Ástandið veldur sjálfstæðismönnum áhyggjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 90
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband