28.4.2008 | 10:08
Hvað ætla menn að bíða lengi?
Ég undrast mjög doða ríkisstjórnarinnar. Hversu lengi telja menn að þeir geti beðið með aðgerðir í efnahagsmálum? Gera menn sér ekki grein fyrir áhrifum verðbólgu á þessu stigi? Það er fullt af fólki sem ekki hefur tíma til að bíða eftir aðgerðum. Þær verða að koma núna.
Samningar sem gerðir voru í febrúar eru einskis virði í dag. Verðbólguspár standast ekki viðmið sem notuð voru við gerð samningsins og ekki heldur viðmið Seðlabanka. Það má vel vera að einhverjir geti búið við 12% verðbólgu á ársgrundvelli en þeir eru ekki margir og engir í hópi launþega.
Það er líka með ólíkindum hvernig allt hækkar. Menn komust upp með að lækka ekki þegar virðisaukaskattur af matvælum lækkaði og gáfu alls konar skýringar. Þeir eru heldur sneggri til að hækka, það verður ekki af þeim skafið. Og hverjir borga brúsann? Launþegar.
Ég styð ríkisstjórnina en ég hvet menn þar á bæ til að hysja nú upp um sig og gera eitthvað. Það er ekki endalaust nóg að tala. Ríkisstjórnin heldur ekki 70% fylgi meðal þjóðarinnar með þessu móti. Nú þarf að láta verkin tala.
Mesta verðbólga í tæp 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Og hvað á stjórnin svosem að gera? Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.
Það má nefnilega rökstyðja að almenn kjaraskerðing sé óhjákvæmileg afleiðing bruðls undanfarinna missera.Púkinn, 28.4.2008 kl. 14:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.