22.4.2008 | 08:59
Óverðtryggð á föstum vöxtum?
Það væri aldeilis búbót fyrir Íslendinga ef boðið væri upp á óverðtryggð lán með föstum vöxtum. Bankarnir buðu upp á óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum og það var ekki vænlegur kostur. Vaxtastefna Seðlabankans sá til þess að greiðslubyrði var óyfirstíganleg.
Nefni dæmi um 10 milljón krónu óverðtryggt lán frá Glitni. Nafnvextir (grunnvextir og grunnálag) er núna 17,26%. Meðalafborgun fyrsta árið væri um 160 þúsund krónur og meðalafborgun allan lánstímann er um 93 þúsund krónur. Þetta miðast við að vextir hækki ekki frá því sem nú er og enginn reiknar með því.
Sambærilegt lán en verðtryggt frá Glitni einnig er með 6,5% vöxtum (endurskoðunarákvæði) og 2,5% verðbólgu. Það verðbólgustig er markmið Seðlabankans en allir vita að það hefur ekki gengið eftir. Meðalafborgun fyrsta árið er um 60 þúsund og ef allur lánstíminn er skoðaður má ætla að meðalafborgun sé um 100 þúsund krónur.
Hagsmunir lántakenda eru algerlega fyrir borð bornir á íslenskum lánamarkaði. Bankarnir alltaf gulltryggðir með breytilegum vöxtum og verðtryggingu. Þeir fá sitt. Óverðtryggð lán með föstum vöxtum væri bylting. Áfram Allianz og Byr.
Íhugar að bjóða óverðtryggð íbúðalán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 46659
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er misskilningur að þetta sé nýjun. Öll gjaldeyrislán bankanna eru óverðtryggð! Þeir hafa nú þegar lánað tugi milljarða í slíkum óverðtryggðum íbúðalánum í erlendri mynt -þmt. evrum.
En fréttin um að nýr aðili sé að skoða markaðinn með það í huga að lána evrulán er jákvæð!
Hallur Magnússon, 22.4.2008 kl. 09:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.