Umferð og öryggi

Friðsamlegum mótmælum ber auðvitað að fagna og oftast vekja þau athygli. Spurningin er frekar um áhrifin.

Ég velti því fyrir mér hvort almenningur deili ekki með mér áhyggjum af umferð á aðkomuleiðum til Reykjavíkur. Ég bý á Akranesi og sumir vita um afstöðu mína til veggjalds í Hvalfjarðargöngum. Það er þessu máli óviðkomandi. En ef ég þarf að komast til Reykjavíkur að morgni reiknast mér til að korter til eða frá geti haft úrslitaáhrif á það hvort ég kemst tímanlega eða ekki. Sömu sögu er að segja með þá sem þurfa að koma úr átt frá Hafnarfirði, Garðabæ o.s.frv. Þeir sem kjósa að búa austan höfuðborgarsvæðisins lenda einnig í umferðaröngþveiti á morgnana og seinni part dags.

Það er ekkert launungarmál að ég tel að Sundabraut og umferðarmannvirki tengd henni sé lykill að lausn í þessu máli. Umferðin myndi dreifast meira en nú er. Hún leysir þó ekki öngþveiti og örvæntingu þeirra sem koma úr Kraganum syðri en menn ættu að leita lausna á þeirri aðkomu einnig.

Umferðaröryggi skiptir okkur öll máli. Aðgerðir bílstjóranna vöktu mig til umhugsunar um áhrifamátt almennings. Við höfum áhrif. Látum í okkur heyra.


mbl.is Bílstjórar hætta aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46659

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband