26.1.2008 | 16:50
Starfshæfnivottorð - ræðum málið allt
Sjálfstæðismenn er fullir vandlætingar yfir framkomu gagnvart Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra. Ekki dregur heldur Morgunblaðið úr hneykslan sinni. Í leiðara blaðsins í dag er fjallað um "Ósæmilega aðför að borgarstjóra. " Þegar leiðarinn er lesinn má helst skilja að brotið hafi verið gegn borgarfulltrúanum Ólafi F. Magnússyni þegar hann kom úr veikindaleyfi vegna þess að hann var krafinn um heilbrigðisvottorð.
í 46. grein borgarmálasamþykktar segir að borgarfulltrúi skuli fá laun úr borgarsjóði fyrir störf í borgarstjórn. Þar kemur líka fram að forsætisnefnd skuli setja nánari reglur um réttindi borgarfulltrúa, s.s. lífeyrisssjóð, fæðingarorlof, starfslok o.fl. Laun borgarfulltrúa eru ákveðið hlutfall af þingfararkaupi (80%?). Borgarfulltrúar eru fulltrúar borgarbúa og launþegar í þeim skilningi að þeir þiggja laun úr sameiginlegum sjóði borgarinnar eins og hverjir aðrir launþegar hjá borginni.
Í flestum ef ekki öllum kjarasamningum sem Reykjavíkurborg hefur gert er sérstakt ákvæði um starfshæfnisvottorð. Í þeim kjarasamningum sem ég las yfir og giltu fyrir ýmist almenna starfsmenn hjá borginni eða háskólamenntaða starfsmenn var nákvæmlega sama klausan:
"Starfsmaður sem hefur verið óvinnufær vegna veikinda eða slysa samfellt 1 mánuð eða lengur, má ekki hefja störf að nýju nema læknir votti að heilsa hans leyfi."
Finnst fólki ekki eðlilegt að sömu reglur gildi um kjörna fulltrúa sem fara með almannahagsmuni? Það má krefjast slíkt vottorðs af starfsmönnum leikskóla, grunnskóla eða íþróttamannvirkja svo eitthvað sé nefnt, en ekki kjörnum fulltrúum almennings! Ég ætla bara að leyfa mér að vera ósammála því alveg sama hvaða kjörni fulltrúi á í hlut. Jafnræðisregla stjórnsýslulaga leyfir ekki slíka mismunun.
![]() |
Sjálfstæðismenn ræddu borgarmál á kjördæmisþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 47735
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Af mbl.is
Fólk
- Segir Diddy hafa borgað 30.000 dollara fyrir að þegja
- Birgitta syngur nýjasta sigurlag Eurovision og slær í gegn
- Denzel Washington reifst við ljósmyndara á rauða dreglinum
- Emilíana Torrini og Víkingur Heiðar tilnefnd
- Þriggja ára sonur TikTok-stjörnu lést
- Sér alls ekki eftir miðjupartskertinu
- Lifði í lygi allt sitt líf
- Mætti slösuð til réttarhalda Sean Diddy Combs
- Elín Hall hitar upp fyrir The Smashing Pumpkins
- Sjaldgæft að hún láti sjá sig á rauða dreglinum
Íþróttir
- Einn í bann í Bestu deildinni
- Hanskarnir á hilluna eftir tímabilið
- Eins og staðan er í dag þá spilar hann ekki
- Þrír sóknarmenn Liverpool á förum í sumar?
- Tom Brady hreinsar til hjá Íslendingafélaginu
- Fer frá Svíþjóð til Noregs
- Endurkoma átta mánuðum eftir krossbandsslit?
- Umboðsmaður Klopp sakar Ítali um falsfréttir
- KR-ingurinn frá keppni næstu vikurnar
- Forráðamenn City horfa til Skírisskógar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.