18.1.2008 | 13:33
Steyptir stígar og bílastæði - frágangur
Þótt ég skrifi mikið um samstarf (eða samstarfsleysi) innan bæjarstjórnar þá er ég fyrst og fremst íbúi á Akranesi og tjái mig auðvitað líka sem slíkur. Ég hef búið í Jörundarholti síðan 1984. Íbúar í hverfinu hafa lengst af mátt þola að leikvöllur þess sé illa búinn leiktækjum og almennt lítt aðlaðandi en það er mál út af fyrir sig. Við höfum oftast haft meiri áhyggjur af því að börnin sem hér búa þurfa mörg að fara yfir ófrágengin stórbílastæði til að komast á leikvöllinn.
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var ákveðið við skipulag Jörundarholts að gera ráð fyrir bílastæði fyrir stóra bíla. Með stórum bílum á ég við fhlutningabíla, jafnvel með tengivögnum, sömuleiðis vörubíla að ógleymdum skurðgröfum og ýmsum fylgihlutum þeirra.
Árum saman var merkið fyrir stórbílastæði á vitlausum stað í Jörundarholti hinu efra en með frekju var hægt að fá það flutt þangað sem því var ætlað að vera samkvæmt skipulagi en það var auðvitað í óþökk íbúanna í neðri hlutanum.
það eru ótrúlegustu hlutir, tæki og tól geymdir á þessum bílastæðum og ég held að fólk trúi því ekki nema skoða það sjálft. Í blíðviðrinu síðastliðið sumar voru t.d. kamrarnir sem notaðir voru á fótboltamóti á vegum ÍA í lok júní fluttir á stórbílastæðið í Jörundarholti og geymdir þar þangað til þeir fóru á írska daga. Þetta var alveg sérstakt augnayndi þegar íbúarnir voru fyrir utan húsin sín á góðviðrisdögum.
Þegar umhverfisnefnd sendi síðastliðið haust bæjarbúum bréf um að nú væri komið að almennri tiltekt í bænum þá var endalaust hlaðið verkfærum, vinnutækjum og guð má vita hverju á stórbílastæðið í neðra Jörundarholtinu. Athugasemdum íbúanna var ekki svarað. Vitað er að í því ákveðna tilviki var skýring til staðar en vegna þess að íbúar fengu ekki svar eða skýringu þá urðu leiðindi sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir.
Ég hef horft á menn sem búa niðri í bæ koma keyrandi með hestakerrurnar sínar og skilja þær eftir á þessum bílastæðum og keyra svo í burtu. Hvers á fólk að gjalda?
Við sem búum í Jörundarholtii viljum að stórbílastæðunum verðii komið í burtu, að bærinn leggi bundið slitlag á bílastæðin sem verði ætluð fólksbílum og gangi frá þeim með sambærilegum hætti og gert er annars staðar í bæjarfélaginu. Það er óþolandi að búa áratugum saman við ófrágengin opinber svæði eins og við höfum þurft að gera. Mér er jafnljóst og öðrum að núverandi meirihluti hefur starfað stutt og þeir sem voru á undan bera ábyrgðina ekki síður ef fólk vill ræða það sérstaklega. En þegar menn setja niður á blað í löngu máli allt sem á að gera í þessum efnum, þá stingur í stúf að fjölmennt íbúðarhverfi skuli enn einu sinni sitja á hakanum. Við það verður ekki unað.
Núna ætlar
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 46659
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.