14.1.2009 | 18:40
Nú...???
Bar ekki að yfirtaka Icesave-skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.1.2009 | 18:37
Nammi namm
Flestir eru saddir og sælir eftir jólamatinn...að minnsta kosti borðar mín fjölskylda annars konar og þyngri mat yfir hátíðarnar en endranær. Þá er svo gott að fá léttan mat á eftir.............hér er einföld og ótrúlega bragðgóð uppskrift sem Rakel Halldórsdóttir er höfundur að. Uppskriftin birtist í Fréttablaðinu síðastliðið sumar og fór strax í uppskriftamöppuna mína.
Basiliku- og tómatpasta
4-500 g spaghetti
1 búnt af ferskri basiliku
8-10 tómatar
2-3 hvítlauksrif
1/2 - 3/4 dl góð ólífuolía
sléttfull matarskeið af sjávarsalti
nýmalaður svartur pipar
3/4 bolli mozzarella ostur (eða annar ostur)
Spaghettíið soðið al dente. Um leið og það er komið í pottinn er basilikan söxuð og sett í stóra skál sem bera á réttinn fram í. Hvítlaukur saxaður og settur út í, ólífuolíunni hellt yfir og síðan er saltinu bætt við. Öllu hrært saman með sleif og látið standa. Svo eru tómatarnir skornir einn af öðrum og settir út í jafnóðum. Osturinn skorinn smátt og honum bætt við. Spaghettíinu er hellt yfir og öllu blandað saman. Að lokum er svartur pipar malaður yfir......................nýbakað brauð eða hvítlauksbrauð gott með og rauðvínsglas skemmir ekki fyrir.
Verði ykkur að góðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 21:50
Gott í gogginn
Jæja, búin að tuða aðeins í kvöld yfir orðanotkun íslenskra blaðamanna. Er þá ekki tímabært að skrifa eitthvað sem getur glatt andann og jafnvel gogginn.
Fyrir nokkrum árum síðan fann ég uppskrift að tómatpestói í umfjöllun í Morgunblaðinu. Pestóið hefur vakið ánægju margra og uppskriftin kemur hér. Verði ykkur að góðu.
Tómatpestó
½ dós niðursoðnir tómatar
½ krukka sólþurrkaðir tómatar notið dálítið af olíunni með
4 hvítlauksrif
1 msk ferskur rifinn parmesan ostur
Grófmalaður svartur pipar
Sýróp og salt
Niðursoðnir og sólþurrkaðir tómatar ásamt hvítlauk er maukaðir í matvinnsluvél. Parmesan osti og smávegis af sýrópi er bætt við. Saltið og piprið. Geymist í kæli í amk einn mánuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.1.2009 | 19:29
Grýting?
Oft hef ég furðað mig á málfari fréttamanna í útvarpi pg sjónvarpi, einkum og sér í lagi þeirra sem fjalla um íþróttir. Almennt hefur mér fundist blaðamenn mun betur að sér í íslensku en fyrrnefndir kollegar þeirra. Stundum verður manni samt orðavant! Slapp undan grýtingu? Hvar í ósköpunum gróf blaðamaður þetta orð upp? Það er bara ekki til í íslensku. Hinir írönsku karlmenn voru grýttir til bana og sá þriðji komst undan.
Nafnorðanotkunin í íslensku máli má ekki ganga svo langt að menn búi til einhver orðskrípi úr tengdum sagnorðum. Látum vera þótt slíkt sé gert í talmáli en öðru máli gildir um ritmál.
Slapp undan grýtingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.1.2009 | 16:06
Bjálkinn og flísin
Ekki kemur þessi málflutningur á óvart. Margir Sjálfstæðismenn virðast ekki hafa vaknað til meðvitundar um aðils flokksins að ríkisstjórn fyrr en við stjórnarskiptin 2007. Þá voru gefin út veiðileyfi á ráðherra Samfylkingarinnar. Sömu sögu má raunar segja um Framsóknarmenn.
Það er kannski ástæða til að minna Styrmi og fleiri Sjálfstæðismenn á þá óþægilegu staðreynd að framboð til Öryggisráðs SÞ var tekið af þeirri ríkisstjórn sem fór með völd á síðasta kjörtímabili undir forystu Davíðs, Geirs og Halldórs Ásgrímssonar. Margt af því sem núverandi ríkisstjórn glímir við fékk hún í arf frá þeim sem á undan komu. Sumt ágætt en fleira skelfilegt. Er þar skemmst að minnast kvótakerfis, einkabanka í stjórnlausri útrás og peninga- /gengisstefnu sem ekki stóðst þegar á reyndi.
Samfylkingin verður auðvitað að axla ábyrgð á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi en hún á alls ekki að taka á sig ábyrgð fyrir aðra. Kvótakerfið er upphaf þess hruns sem við nú stöndum frammi fyrir. Þegar örfáir menn gátu selt, leigt og veðsett óveiddan fisk sem er sameign þjóarinnar þá var voðinn vís.
Styrmir: Vill skera niður í utanríkisþjónustunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 13:24
Gott í matinn
Nú ætla ég að breyta aðeins taktinum á blogginu mínu og leggja til mataruppskriftir í bland við skoðanir mínar á málefnum líðandi stundar. Hér kemur alveg ótrúlega gott kjúklingasalat og drjúgt að auki. Verði ykkur bara að góðu.
Kjúklingasalat einfalt og gott
(fyrir 5-6)
6 litlar kjúklingabringur
Hunts barbequesósa
Krydd, hvítlaukssalt eða annað gott krydd
Salat:
1 poki af ítölsku salati
Ca ¼ af salathaus
2 avocado
½ gúrka
1 box kirsuberjatómatar
1 box jarðarber
Fetaostur tæpl. ein krukka
½ rauðlaukur skorinn frekar smátt
50 g furuhnetur - ristaðar
Tortillas flögur (plain bragð) eða Dorritos, ca 1/3 úr poka
Sósa:
Olía gott að nota olíuna af fetaostinum
Balsamic edik
Sinnep sterkt
Hlyn síróp
2 hvítlauksrif marin
Aðferð við samsetningu salatsins:
1. Grænmeti skorið niður og sett í skál.
2. Kjúklingur skorinn í litla bita snöggsteiktur á pönnu.
Barbeque sósu hellt yfir (bara lítið) og látið malla í smá tíma.
Sósan látin leka af kjötinu.
3. Tortillas flögur muldar létt settar yfir salatið.
4. Kjúklingurinn (volgur) og jarðarberin koma þar á eftir og sósan síðust.
Tortillas flögurnar, kjúklingurinn og jarðarberin eru sett yfir salatið rétt áður en rétturinn er borinn fram.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 22:32
Góðir!
Bara stolt af sjálfstæðismönnum á Akranesi. Þeir þora að taka sjálfstæða ákvörðun í þessu viðkvæma máli og láta ekki stjórna sér úr Valhöll. Kannski að fleiri komi á eftir. Eðli málsins samkvæmt ekki sammála síðustu málsgrein ályktunarinnar en varð að hrósa þeim fyrir kjarkinn.
Stjórnendur Seðlabankans víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2008 | 20:02
Byggðasafnið að Görðum rekið frá París?
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekist á um Byggðasafnið að Görðum. Þar var afgreidd samþykkt meirihluta bæjarráðs um að hefja samningaviðræður við Adolf Friðriksson um rekstur Byggðasafnsins sem hann kynnti fyrir bæjarstjórn í október. Á bæjarstjórnarfundinum var lögð fram eftirfarandi bókun um málið:
Undirritaðir bæjarfulltrúar mótmæla harðlega ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að ganga til samninga um útvistun og einkavæðingu á starfsemi Safnasvæðisins að Görðum.Engin umræða hefur farið fram í bæjarstjórn um þessar fyrirætlanir, einungis boðað til tveggja stuttra kynningarfunda þar sem harla lítið tóm gafst til vandaðrar skoðunar á hugmyndum um einkavæðingu Safnasvæðisins, hugmyndum sem eru í senn á margan hátt áhugaverðar en líka á hinn bóginn óaðgengilegar.Þá ber að harma það að málið er unnið án nokkurs samráðs við starfsmenn safnanna, hugmyndirnar hafa ekki verið bornar undir safnaráð eða höfuðsöfnin á hverju safnasviði og ráðuneyti menntamála sniðgengið. Með þessum hugmyndum verður eðli safnastarfseminnar breytt þannig að veruleg hætta virðist á að hún njóti ekki lengur þeirra fjárframlaga frá opinberum aðilum sem nú renna til safnasvæðisins.Þá er samkvæmt hugmyndunum ætlunin að loka a.m.k. þrem söfnum á svæðinu og taka niður sýningu Byggðasafnsins að verulegum hluta. Er það dapurleg ákvörðun á 50 ára afmæli safnastarfs að Görðum og lítil virðing við ötult starf merkilegra frumkvöðla á þessu sviði á Akranesi.
Við þessa bókun má bæta efasemdum um að hugsanlegur samningur á fyrrgreindum nótum standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Og það sem undirritaðri fannst kannski merkilegast af öllu var að upplýst var eftir fundinn að Adolf Friðriksson væri búsettur í París.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2008 | 14:03
Verðugt að skoða
Þetta eru réttmætar ábendingar hjá Vilhjálmi og sérstaklega ætti að skoða þá hugmynd að lífeyrir verði séreign hvers launþega. Reynsla okkar af starfsemi og síðan hruni bankanna styður nauðsyn þess að þeir fjármunir sem launþegar greiða í lifeyri sé varinn. Sömu sögu er að segja um séreignalífeyrissparnaðinn sem ekki var varinn þegar upp var staðið. Skýrar reglur um hver á og hver má ráðstafa eru nauðsynlegar öllum aðilum vinnumarkaðarins.
Allur lífeyrir verði séreign | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2008 | 17:50
Er ekki allt í lagi með þetta fólk?
Hér er dæmalaust skilningsleysi á ferðinni. Þeir sem búa úti á landi og verða af ýmsum ástæðum að keyra um á nagladekkjum verða líklega að koma við í Mosfellsbænum til að skipta um dekk áður en þeir keyra inn í höfuðborg allra landsmanna! Það er þá betra að vera með allt settið í bílnum þegar lagt er af stað.
Hvernig í ósköpunum halda menn að hægt sé að keyra á heilsársdekkjum í snjó og hálku víða úti á landi? Ég bara trúi því ekki að menn misnoti vegalög til að tryggja Reykjavíkurborg tekjur af landsbyggðarfólki með þessum hætti. Þvílík veruleikafirring.
Vilja innheimta gjald vegna nagladekkja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar