Björgum Byggðasafninu

Skyldi álit þessa fólks hafa einhver áhrif á meirihluta bæjarstjórnar? Ég efa það því miður. Þar á bæ bakka menn ekki með ákvarðanir hversu vitlausar sem þær eru. Við höfum reynslu af því. Þetta mál er samt annars eðlis en flest önnur og mun hafa alvarleg og víðtæk áhrif til langs tíma.

Fólk virðist ekki átta sig á eða skilja að nú mun einkaaðili ráða yfir safnmunum og eigum Byggðasafnins og Kirkjuhvols. Aðgengi bæjarbúa að þessu stofnunum verður alfarið háður vilja og áhuga þessa aðila. Bærinn er að útbúa íbúð í kjallara Kirkjuhvols sem þessi einkaaðili mun ráða yfir og geta leigt út.

Það verður leikur einn að afhenda muni íþróttasafnsins til annarra sem að mati rekstraraðilans er betur til þess fallinn að nýta þá t.d. íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ. Vilja Skagamenn það? Eru Landmælingar Íslands sammála því að sýningin þeirra verði lögð niður? Hvað með Steinasafnið?

Við skulum ekki einu sinni ræða hvað gæti gerst í safnahúsinu sjálfu þar sem menn ætla að taka niður núverandi sýningu og setja aðra upp á lengri tíma. Hvað verður um munina? Hvert fara þeir eða hvar verða þeir geymdir? Glatast þeir?

Hvernig getur staðið á því að öflugt sveitarfélag eins og Akranes treystir sér ekki til að standa vörð um eigin menningararf? Hvernig geta menn komist að þeirri niðurstöðu að einkaaðilar séu betur til þess verks fallnir?

Tæplega 800 manns hafa skráð sig á lísta á FACEBOOK sem heitir Björgum Byggðasafninu. Það  er fólk úr öllum flokkum og öllum stéttum þjóðfélagsins. Meirihluti bæjarstjórnar Akranes lætur það ekki hafa áhrif á sig. Þar á bæ vita menn alltaf best. Ég segi hins vegar að nú eigi að boða til borgarafundar um málið og stoppa það með öllum ráðum.  Þetta er hneyksli.


mbl.is Ósátt við fyrirætlanir vegna Byggðasafnsins að Görðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jóhannsson

Sæl Hrönn..Hvað segir þú með Kútterinn????Er hann inní þessum pakka..Vilt þú láta gera hann upp,eða ekki??? Ég vil alls ekki henda 250 eða plús það, millum í hann???Hann er orðinn ónýtur...Kveðja Halldór- Strætó Akranesi

Halldór Jóhannsson, 24.4.2009 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 46658

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband