13.4.2009 | 18:11
Sjálfstæð eða einangruð?
Jón Bjarnason telur Íslandi betur borgið sem sjálfstæðu ríki utan ESB en innan. Hann segir að Samfylkingin sé að einangrast í ESB-umræðunni. HVernig skyldu ríkin í Evrópu líta á sig? Ætli Bretar telji sig ekki fullvalda og sjálfstæða? Hvað með Frakka, Spánverja, Þjóðverja eða vini okkar Svía og Dani. Skyldu þessar þjóðir taka undir með Jóni Bjarnasyni um að þær séu ekki sjálfstæðar af því að þær eru í ESB?
Þessi umræða er alveg makalaus. Eigum við ekki frekar að spyrja um ónýtan gjaldmiðil? Verðtryggingu? Verðbólgu? Ónýtt kvótakerfi? Neytendur og hagsmuni þeirra? Það er allt í lagi að vera á móti inngöngu í ESB en það er of billegt að telja um sjálfstæði og fullveldi eitt og sér í því efni. Ræðum allan pakkann. Spyrjum VG um hvernig þeir telja hagsmunum íslenskra neytenda best borgið?
Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 46658
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ísland á heima landfræðilega og menningarlega í Evrópu og Ameríku.
Við erum bæði EU og NAFTA.
En best væri að vera utan þessara viðskiptavelda en hafa samskipti við bæði.
Þannig er okkur best borgið:)
Lifi fjalldrapinn!
Ásgeir Rúnar Helgason, 13.4.2009 kl. 18:41
Þetta er rétt ályktað hjá Ásgeiri og það er sú frmtíð sem ég kýs að sjá fyrir Ísland.
Það er ósköp raunalegt að sjá Hrönn sem bæjarfulltrúa uppi á Skaga enduróma ruglið í forystu Samfylkingarinnar um kosti þess að ganga í Evrópusambandið. Það væri langafdrifaríkasta óheillaspor í sögu Íslands frá því landið endurheimti fullveldi sitt frá Dönum 1918. Engum sem til þekkja dettur í hug að halda því fram að Ísland héldi fullveldi sínu eftir inngöngu í Evrópusambandið. Ég bendi þér Hrönn í vinsemd á að líta við á heimsíðu minni www.eldhorn.is/hjorleifur þar sem er að finna fjölda greina um stefnu og upbyggingu Evrópusambandsins.
Þú ættir jafnframt að kynna þér stöðuna á Írlandi núna með sína evru sem hangir eins og myllusteinn um háls ískra stjórnvalda sem sjá þess einan kost að skera nú í fjórða skiptið á einu ári niður ríkisútgjöld og stórlækka laun alls almennings. - Svipað blasir við í Lettlandi sem tengir gjaldmiðil sinn við Evru og þannig er ástandið víðar innan ESB nú um stundir.
Við skulum einmitt ræða allan pakkann.
Hjörleifur Guttormsson, 13.4.2009 kl. 19:57
Ég tek undir með Ásgeiri og Hjörleifi, og bendi á þessa færslu mína.
Axel Þór Kolbeinsson, 13.4.2009 kl. 20:34
Sæl og blessuð Hrönn.
Ég tek undir með þeim þremur hér að ofan, það kemur ekki til greina að ég styðji hugmyndir um inngöngu Íslands í ESB einmitt vegna væntumþykju við fullveldið og lýðræði.
Veit annars hinn almenni Samfylkingarmaður hvernig lög verða til innan Evrópusambandsins?
Máni Atlason (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 21:09
þetta er rétt hjá Hrönn.
Það sem er etv fréttnæmt og menn ættu bara að fara með í heimspressuna, að danmörk og svíþjóð eru víst ekki sjálfstæð ríki lengur. Það verður að láta heiminn vita af þessum merku tíðindum. Ekki nóg með það. Nei. Bretland, frakkland þúskaland spánn portó belgía holland finnland etc. öll búin að vera.
(Ísland á ekkert skilt með BNA zero nada)
Ómar Bjarki Kristjánsson, 14.4.2009 kl. 01:01
Bendi einnig á að nú styður meirihluti Breskra kjósenda úrsögn úr ESB og íbúum Bretlands hefur fundist að þeir séu alltaf að tapa meiru og meiru af sjálfsyfirráðum sínum og sjálfstæði í hendur óheillaráðanna og ESB nefndanna. fjarlægð almennings við valdið dvínar og minnkar þannig að almenningi finnst að það hafa alltaf minna og minna yfir sínum málum og sínu þjóðfélagi að segja.
Stefna ESB Kómmízarana í Brussel er að gera ESB að Stórríki Evrópu þar sem fleiri og fleiri málaflokkar færast til valdsins í Brussel.
En þótt fólk í Bretlandi sé mjög á móti þessari stefnu ESB og meirihluti íbúa Bretlands styðji nú úrsögn úr ESB, þá hafa þeir bara ekkert um það að segja lengur. Því hjá ESB virkar lýðræðið bara einu sinni og bara í aðra áttina.
Það verður aldrei kosið aftur. Almenningur í þessum löndum verður aldrei spurður neitt aftur !
Við verðum að gera okkur grein fyrir þessu og getum ekki talað um ESB án þess að hugsa dæmið alveg til enda.
Það hafa margir gert og því meir sem menn setja sig inní kosti og galla ESB aðildar því fleiri verða á móti aðild það er staðreynd bæði frá Íslandi en ekki síður Noregi og víðar um Evrópu.
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.