Það er ekki nóg að segja "sorry"

Blaðamaður Morgunblaðsins skrifar grein í sunnudagsblaðið um að ólíkt hafist þau að Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þessa dagana. Ef maður fyndi ekki svona mikið með blaðamanninum fyrir það hvað hann er svakalega flokkshollur og þar af leiðandi ótrúverðugur, þá gæti maður næstum orðið reiður. En viðkomandi er auðvitað fyrst og síðast vorkunn.

Í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins bað Geir þjóðina afsökunar. Með fullri virðingu fyrir Geir, þá er það bara ekki nóg, hvergi nærri nóg. Fyrir flokk og flokksforystu sem ber ábyrgð á tilurð og tilvist kvótakerfis, einkavæðingu bankanna og Símans þá hljómar þetta eins og innantómt hjal.

Blaðamaðurinn ætlaði kannski að leggja að jöfnu stjórnarsetu Geirs og Ingibjargar Sólrúnar. Sá fyrrnefndi búinn að sitja samfleytt í 17 ár en hin síðarnefnda í rúma 17 mánuði. Þessi samanburður segir nefnilega meira en flest annað um fréttamennskuna.

Aftaniossar útrásarvíkinga er nafngift sem blaðamaðurinn gefur Ingibjörgu Sólrúnu. En hann hefur ekki hugarflug til að finna nafngift fyrir Geir og Co. Það er að ýmsu leyti skiljanlegt. Ekki hef ég hugarflug til þess. Það er líka svo miklu auðveldara að sjá flísina í augum annarra en bjálkann í sínu eigin. Það á vel við um umræddan blaðamann.

Það jaðrar við dómgreindarleysi blaðamannsins að spyrja hvar Ingibjörg Sólrún hefur verið undanfarna mánuði. Samt kom spurningin ekki á óvart. Kannski blaðamaðurinn ætti að líta sér nær og afla upplýsinga um hvar hans pólítísku leiðtogar hafa haldið manninn síðastliðinn áratug eða svo.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46659

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband