29.3.2009 | 19:18
Á grundvelli hagsmunamats?
Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins lýsti afstöðu flokksins til inngöngu í ESB þannig að flokksmenn teldu á grundvelli hagsmunamats að Íslendingum væri betur borgið utan ESB en innan. Er nema von að maður spyrji um hvaða hagsmuni verið er að ræða?
Varla hagsmuni skuldaranna sem þurfa að þola verðtryggð lán og okurvexti? Varla heimilanna eða fyrirtækjanna sem sæta sömu örlögum? Varla neytenda sem verða að sætta sig við mun hærra vöruverð en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar?
Kannski eru það hagsmunir forstjóranna? Stjórnarformannanna? Allra þeirra sem eru með sitt á þurru og láta sig hagsmuni almennings litlu skipta? Ég hef aldrei kosið flokkinn og mun vissulega ekki kjósa hann í vor og þurfti ekki að hugsa mig neitt um en nú veit almenningur í þessu landi fyrir víst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á hagsmunum heildarinnar.
Nýrri kynslóð treyst til verks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fundur 1900 fulltrúa hvaðanæva af landinu komst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum íslenzku þjóðarinnar væri bezt borgið utan ESB. Við komum til með að þurfa að notazt við krónuna enn um hríð og verðlag innan ESB er hvergi nærri það sama og ekkert sem bendir til þess að verðlag myndi lækka hér við inngöngu. Það eina sem getur lækkað verðlag er samkeppni, nokkuð sem varla verður ofarlega á baugi hjá vinstri stjórn.
Skúli Víkingsson, 29.3.2009 kl. 23:37
Við hvaða gengi krónunnar ertu að miða þegar þú segir að verðlag í nágrannalöndum okkar sé miklu lægra en hér á landi?
Hverjir eru vextir almennra húsnæðislána í nágrannalöndunum? Ef verðbólga verður hér á landi svipuð og í nágrannalöndum, hve mikill verður þá mismunurinn? Verðtryggingin er u.þ.b. 40 ára gömul. Hvað hefur launavísitala hækkað mikið á þessum 40 árum og hvað hefur verðtryggingin hækkað lánin mikið á sama tíma?
Axel Jóhann Axelsson, 30.3.2009 kl. 11:06
Það er eins og það sé einhver meinloka í höfðinu á sumum, talandi um samkeppni. Það er búið að vera vona að samkeppni lagi matvælaverð á íslandi í 40 ár og ekkert gengið. Svo væri gaman að spyrja þessa andstæðinga ESB hvað þeir ætli að taka til bragðs varðandi gjaldmiðilin okkar? Og ekki koma með þessa hlandvitlausu hugmynd um að taka upp dollar, því við viljum ekki lenda í sömu súpunni og Ekvador, sem gerði slík mistök. Okkur standa til boða að fara í samstarf við aðrar þjóðir og þá förum við ekki í einhverja ævintýramennsku bara af því að 2000 undirlægjur úr Sjálfstæðisflokknum samþykktu það sem þeim var sagt að samþykkja. Það er eiginlega alveg sama hvað forysta Sjálfstæðisflokksins hefði komið með, þessar 2000 aumkunarverðu hræður og undirlægjur hefðu samþykkt það.
Valsól (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 11:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.