18.3.2009 | 23:54
Hræsni - N1 stjórn í vændum!
Það er með ólíkindum hvernig Framsóknarmenn hegða sér alltaf. Í mínum huga er þeir ekki stjórntækir. Þeir bjóða í janúar Samfylkingu og Vinstri-grænum að verja ríkisstjórn flokkanna falli en standa svo eilíflega á hliðarlinunni, nöldrandi og tuðandi. Nú er nýjasta útspil formannsins að ríkisstjórnin hafi brugðist og tillögur Framsóknar það sem þarf til að bjarga heimilunum í landinu. Kannski er það rétt en hvað var þetta lið að hugsa þegar það sat í ríkisstjórn? Framsóknarflokkurinn sat í rikisstjórn í þrjú kjörtímabil og ber ábyrgð á því hvernis fór.
Fyrirgefið en þetta er óheiðarlegt og ótraustvekjandi. Ekki það að ég sagði í mínum hópi að þeim væri ekki treystandi, því miður. Hefði ekki verið og yrði ekki. Framsóknarmenn hagar sér alltaf eins og þeir séu prímadonnur...eigi sviðið. Og því miður hafa þeir komist alltof oft upp með það, bæði í landsmálum og sveitarstjórnarmálum, þótt vissulega séu undantekningar á því. Þurfum ekki nema líta til dæmalausrar framkomu þeirra í borgarstjórn Reykjavíkur.............!
Ég spái því að núverandi formaður Framsóknarflokksins og tilvonandi formaður Sjálfstæðisflokksins hugsi með spenningi til nýrrar ríkisstjórnar sem þeir vilja mynda að loknum kosningum í vor. N1 stjórn og við eigum ekki betra skilið. En þá nenni ég heldur ekki að hlusta á tal um kreppu og bankahrun. Ef minni almennings í landinu dugar ekki fram yfir kosningar þá hvað.........................?
Tvö atkvæði á hvern mann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 46660
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála!
Bergljót Aðalsteinsdóttir, 19.3.2009 kl. 00:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.