Slysaskot í Palestínu

 Á þetta ljós Kristjáns frá Djúpalæk ekki ágætlega við enn í dag? Hernaðarbrölt og árásir bitna oftar en ekki á þeim sem síst skyldi. Hversu lengi ætlum við að þegja og halda að okkur höndum? Dugar að biðjast afsökunar?

 

Lítil stúlka. Lítil stúlka.

Lítil, svarteyg, dökkhærð stúlka liggur skotin.

Dimmrautt blóð í hrokknu hári.

Höfuðkúpan brotin.

 

Ég er Breti, dagsins djarfi

dáti, suður í Palestínu,

en er kvöldar klökkur einn,

kútur lítill, mömmusveinn.

 

Mín synd er stór. Ó, systir mín.

Svarið get ég, Feilskot var það.

Eins og hnífur hjartað skar það,

hjarta mitt, ó systir mín,

fyrirgefðu, fyrirgefðu,

anginn litli, anginn minn.

Ég ætlaði að skjóta hann pabba þinn.


mbl.is Barak biðst afsökunar á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 44696

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband