13.11.2008 | 20:02
Byggðasafnið að Görðum rekið frá París?
Á síðasta fundi bæjarstjórnar var tekist á um Byggðasafnið að Görðum. Þar var afgreidd samþykkt meirihluta bæjarráðs um að hefja samningaviðræður við Adolf Friðriksson um rekstur Byggðasafnsins sem hann kynnti fyrir bæjarstjórn í október. Á bæjarstjórnarfundinum var lögð fram eftirfarandi bókun um málið:
Undirritaðir bæjarfulltrúar mótmæla harðlega ákvörðun meirihluta bæjarstjórnar að ganga til samninga um útvistun og einkavæðingu á starfsemi Safnasvæðisins að Görðum.Engin umræða hefur farið fram í bæjarstjórn um þessar fyrirætlanir, einungis boðað til tveggja stuttra kynningarfunda þar sem harla lítið tóm gafst til vandaðrar skoðunar á hugmyndum um einkavæðingu Safnasvæðisins, hugmyndum sem eru í senn á margan hátt áhugaverðar en líka á hinn bóginn óaðgengilegar.Þá ber að harma það að málið er unnið án nokkurs samráðs við starfsmenn safnanna, hugmyndirnar hafa ekki verið bornar undir safnaráð eða höfuðsöfnin á hverju safnasviði og ráðuneyti menntamála sniðgengið. Með þessum hugmyndum verður eðli safnastarfseminnar breytt þannig að veruleg hætta virðist á að hún njóti ekki lengur þeirra fjárframlaga frá opinberum aðilum sem nú renna til safnasvæðisins.Þá er samkvæmt hugmyndunum ætlunin að loka a.m.k. þrem söfnum á svæðinu og taka niður sýningu Byggðasafnsins að verulegum hluta. Er það dapurleg ákvörðun á 50 ára afmæli safnastarfs að Görðum og lítil virðing við ötult starf merkilegra frumkvöðla á þessu sviði á Akranesi.
Við þessa bókun má bæta efasemdum um að hugsanlegur samningur á fyrrgreindum nótum standist jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Og það sem undirritaðri fannst kannski merkilegast af öllu var að upplýst var eftir fundinn að Adolf Friðriksson væri búsettur í París.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 46658
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.