30.10.2008 | 10:07
Hæfir?
Hvernig geta menn talið sig hæfa við þessar aðstæður? Stjórnsýslulögin kveða líklega á um að svo sé ekki. Eru menn alveg veruleikafyrrtir? Almenningur er að glata trú á ráðamenn, því miður. Ríkisstjórninni hefur enn sem komið er ekki tekist að sannfæra landsmenn um að nú eigi að gera hlutina öðruvísi.
Bankarnir lifa enn sjálfstæðu lífi, að því er virðist. Ekki þarf að hafa mörg orð um Seðlabankann eða stjórnendur þar. Það mál skilur ekki venjulegt fólk. Fréttir utan úr heimi segja að seðlabankar séu nú að lækka stýrivexti en hér er farið í þveröfuga átt. Það eru örugglega einhver rök í málinu en þau eru bara ekki nógu skýr.
Skilanefndir ríkisbankanna hafa valið sér bankastjóra og skammta þeim laun. Voru þeir ekki allir virkir þátttakendur í bönkunum fyrir? Mörgum finnst það óeðlilegt. Það er t.d. mjög ótrúverðugt við núverandi aðstæður að hlusta á bankastjóra lýsa því hvernig hann "missti af" 190 milljóna hlutabréfakaupum án þess að gera sér grein fyrir því.
Menn verða núna að feta hinn mjóa veg og hver sá sem ekki er hafinn yfir allan vafa um tengsl við bankahrunið verður að víkja fyrir einstaklingum sem ekki eiga neinna hagsmuna að gæta. Það getur verið erfitt að finna þá en um það er ekkert val.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.