Skilyrðislaus ábyrgð á séreignalífeyrissparnaði og skuldajöfnun

Við setningu neyðarlaga lýsti forsætisráðherra því yfir að innlán og séreignalífeyrissparnaður landsmanna yrði varinn. Nú hefur annað komið í ljós. Það er fullkomlega óásættanlegt. Ríkisstjórnin verður að standa við þessi orð forsætisráðherra. Gleymum því ekki heldur að fyrirtæki í landinu hafa greitt mótframlag vegna þessa lífeyrissparnaðar og þau eiga nú að sætta sig við að þeim fjármunum sé bara hent út um gluggann. Nei takk.

Séreignalífeyrir er í mörgum tilvikum eini sparnaður fólks. Um þennan séreignalífeyri hefur verið samið í kjarasamningu með aðkomu ríkisvaldsins sem ætlar núna að vera stikkfrí. Það er bara ekki í boði. Ég skora á launafólk að láta í sér heyra varðandi þetta. Ef íslenska ríkið getur borgað innlán breskra og hollenskra einstaklinga á það að sjá sóma sinn í að greiða íslenskum launþegum það sem þeir eiga í séreignalífeyrissparnaði.

Svo vil ég opna hér umræðu um að hugsanlegt tap einstaklinga verði skuldajafnað við bankana. Það er ótrúleg ósvífni að innheimta skuldir einstaklinga sem bankinn hefur tapað milljónum fyrir. Nú eiga menn bara að segja nei, takk. Ég borga ekki krónu fyrr en ég veit hverju ég hef tapað og svo verður það látið upp í skuldir viðkomandi við lánastofnanir. Látum ekki kúga okkur til hlýðni við stofnanir sem eru rúnar öllu trausti almennings.

 


mbl.is Landsbankinn greiðir upp peningamarkaðssjóðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála þér

Hólmdís Hjartardóttir, 28.10.2008 kl. 13:23

2 identicon

Algjörlega sammála !!!!

Fjóla Kristinsdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:20

3 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Sammála!
Kveðja
Hörður
www.hoerdur.blog.is

Hörður Hilmarsson, 28.10.2008 kl. 14:31

4 identicon

Alveg sammála...en af herju ertu með Arsenalmerkið eins og skjaldarmerki hérna á blogginu? Það er ekki ofsögum sagt, hvað Hallgrímur Helgason hefur sagt um Íslendinga og ofurást þeirra á enska boltanum :)

Eiríkur S. (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 14:50

5 Smámynd: Maelstrom

Ekki vissi ég að hægt væri að leggja séreignarlífeyri inn á Peningamarkaðssjóð.  Held þú hljótir að hafa verið á einhverjum sérsamningi.

Maelstrom, 28.10.2008 kl. 16:09

6 Smámynd: Hrönn Ríkharðsdóttir

Hér er um misskilning að ræða. Bankarnir buðu upp á nokkra möguleika. Einn var svokölluð lífeyrisbók, innistæða á henni er tryggð. Annar möglueiki var ein af nokkrum leiðum íslenska lífeyrissjóðsins. Peningar sem þar voru eru ekki tryggðir af því að þeir flokkast ekki sem innlán. Stór hluti þeirra fjármuna sem launþegar og atvinnurekendur hafa borgað skv kjarasamningum er nú glataður.

Veit ekki til þess að peningabréf hafi staðið neinum til boða í þessum sambandi. Þó kann svo að vera þótt mér sé ekki kunnugt um það.

Hrönn Ríkharðsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 46659

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband