Stúkur á knattspyrnuvöllum

Reglur UEFA eru svo ósveigjanlegar og að mörgu leyti fáránlegar að íþróttafélög og sveitarfélög eiga sér enga vörn. Það eru auðvitað sveitarfélögin um allt land sem eru að byggja þessar stúkur við knattspyrnuvellina. Íþróttafélög eiga fæst peninga til þess.

Skagamenn þurftu að því er mig minnir sæti fyrir 1100 manns í sinni stúku! Svo eru það innan við tuttugu leikir á ári sem verður að leika á aðalvellinum. Í mörgum tilvikum vilja menn frekar sitja í graspöllunum sem eru eitt helsta einkenni Akranesvallar. En menn áttu ekkert val!! Stúkan varð að taka ákveðinn fjölda í sæti ef Skagamenn vildu fá að keppa í efstu deild.

Þvílíkt rugl að einhverjir menn úti í Evrópu skuli ffá að ráða því hversu mörg sæti eru í stúku í Vestmannaeyjum eða á Akranesi. Þeir skilja ekki einu sinni hvað við erum fá!!

Það er líklega gott að Evrópusundsambandið er ekki svona stíft á sínum reglum því annars yrði lítið um sundiðkun víða á landinu.


mbl.is KSÍ: „Alrangt að byggja þurfi 700 manna stúku"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 46660

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband