Ísland eða Íslendingar gjaldþrota?

Það er vafasamur heiður að bera ábyrgð á gjaldþroti þjóðar. Íslensku bankarnir sem hafa gert allt sem þeir gátu til að koma Íbúðalánasjóði á kné (til að geta grætt meira sjálfir) eru alveg einfærir um að koma íslenskum fjölskyldum á vonarvöl. Þeir þurfa ekki aðstoð frá Bretum til.

Íbúðalánasjóður lánar á föstum vöxtum. Í hugum flestra þýðir það að lán bera sömu vexti allan lánstímann. Þegar fólk tók fasteignalán með föstum vöxtum í bönkunum gerðu held ég flestir ráð fyrir að um sama hlut væri að ræða. En viti menn. Fastir vextir hjá bönkunum eru með endurskoðunarákvæði og ég hef enga trú á öðru en að bankarnir gæti vel eigin hagsmuna þegar kemur að þeirri endurskoðun. Það er þá alveg nýr veruleiki ef hagsmunir neytenda verða látnir ganga fyrir.

Það er auðvitað erfitt að bera darraðardans íslensku krónunnar, en kosturinn er sá að höfuðstóll myntkörfulána getur farið bæði upp og niður. Í verðbólgu fer höfuðstóll verðtryggðra lána bara upp og svo bæta bankarnir vöxtum ofan á allt saman. Þeir munu ekki tapa krónu..............bara almenningur í landinu.

Ef hægt er með handafli að fara með fólk eins og gert hefur verið, þá verða stjórnvöld með sambærilegu handafli að grípa inn í áður en gjaldþrotahrinan hefst.


mbl.is Vildi gera Ísland gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

1.apríl

Hólmdís Hjartardóttir, 1.4.2008 kl. 09:07

2 Smámynd: Quackmore

Greinin er hér : http://business.timesonline.co.uk/tol/business/columnists/article684587.ece

Quackmore, 1.4.2008 kl. 09:12

3 identicon

Takk fyrir. Ég las greinina og velti fyrir mér hvort Jóhanna af Örk yrði glöð með samlíkinguna.

Hrönn Ríkharðsdóttir (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:08

4 identicon

Það voru ekki allir bankarnir sem buðu sama dílinn ef svo má segja. Ef ég skil málið rétt, þá var Landsbankinn sá sem bauð í raun og veru fasta vexti. Ég hef rætt við fólk sem man eftir að talað hafi verið um kostnað ef lánin væru greidd upp innan tilskilins tíma en man ekki eftir umræðu um endurskoðunarákvæði vaxta. Það hefur líklega verið í smáa letrinu. Ég er sammála þér að maður á ekki að treysta bönkunum til neins annars en maka krókinn.

Hrönn (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 10:14

5 identicon

Kaupþing hafði t.d. ekki val um annað en fasta vexti út lánstímann

Ingvar (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband