30.3.2008 | 18:09
Hvað er frelsi?
Ég ætla ekki að blanda mér í mál sem varðar Hannes Hólmstein og Jón Ólafsson þótt mér finnist pólítískur fnykur af málinu. Minnir of mikið á málatilbúnað gegn Baugsfeðgum fyrir minn smekk. En fólk má vera ósammála því.
Málið snýst fremur um viðbrögð Háskóla Íslands varðandi prófessor innan skólans sem er sakaður um og dæmdur fyrir ritstuld. Það er grafalvarlegt mál. Ég skil ekki hvernig umræddur prófessor getur nokkurn tíma aftur talist trúverðugur í rannsóknum eða störfum innan háskólasamfélagsins. Háskóli sem ætlar sér að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi getur ekki haft í starfsliði sínu einstakling sem virðir ekki verk annarra heldur gerir þau að sínum. Menn hafa í erlendum háskólum (sem HÍ ætlar að bera sig saman við) verið reknir fyrir minni sakir.
Frelsið snýst lekki síst um að axla ábyrgð á eigin gerðum. Einhvers staðar las ég að frelsi mætti skilgreina þannig að einstaklingur gæti gert það sem hann langaði til á meðan það sakaði ekki aðra. Með athöfnum sínum hefur Hannes Hólmsteinn skaðað aðra, í þessu tilviki Háskóla Íslands. Hann verður að bera ábyrgðina á því.
Söfnun fyrir Hannes Hólmstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 26
- Frá upphafi: 46708
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála í einu og öllu!
Eysteinn Þór Kristinsson, 31.3.2008 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.