Frábær og tímabær þjónusta

Heilbrigðisráðherra hefur gert samkomulag um þjónustu við fólk með geðraskanir á Akranesi og nágrenni. Samkomulagið felur í sér að heilbrigðisráðuneytið veitir styrk til að byggja upp stoðþjónustu á Akranesi sem felst í atvinnu, endurhæfingu og dagþjónustu við fólk sem býr við geðfötlun. Akraneskaupstaður, Sjúkrahúsið og heilsugæslan á Akranesi, Akranesdeild Rauða krossins og Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra á Vesturlandi standa að verkefninu auk ráðuneytisins.

Sigurður Sigursteinsson hefur verið ráðinn til að veita þjónustunni forstöðu ef ég skil málið rétt. Ég er himinlifandi með þá ákvörðun. Þetta úrræði er tímabært og ég fagna þátttöku Akraneskaupstaðar.

Þegar ég horfði á fréttirnar í gærkvöldi þá velti ég fyrir mér af hverju bæjarfulltrúum á Akranesi var ekki boðið til þessarar athafnar sem markar tímamót í þjónustu við ákveðinn hóp íbúanna og er mjög merkilegt framtak.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 46660

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband