MBL - Trúverðugur fjölmiðill? 9% treysta borgarstjórn!

Ég hef ekki skrifað neitt í þessari viku, legið í dvala, ef svo má segja. Aðeins sett athugasemdir við nokkrar fréttir mbl.is en þar með er sagan búin. Lofa bót og betrun í næstu viku.

Ég var hugsi þegar ég las frétt í Morgunblaðinu í dag þess efnis að 90% aðspurðra í þjóðarpúlsi Gallup treystu Háskóla Íslands. Það var sem sagt fyrirsögnin. Í millifyrirsögn sagði að 42% treystu Alþingi. Gott mál. En það sem vekur athygli er að Morgunblaðið  víkur sér markvisst undan því að nefna að eingöngu 9% aðspurðra treystir borgarstjórn. Það hefur komið fram í öðrum fjölmiðlum síðustu daga og þögn Morgunblaðsins er hrópandi. Er það trúverðugur fjölmiðill sem segir ekki alla fréttina, velur það sem hentar og getur hins í engu? Ég segi nei.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 47947

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband