23.2.2008 | 21:20
Ásetningur?
Það er endalaust hægt að velta vöngum um hvað leikmenn ætla sér þegar þeir fara í tæklingu eins og þá sem Taylor fór í gegn Eduardo. Þetta er náttúrulega glórulaust. Heimir, Guðni, Hermann og Gylfi Orra ræddu þetta mál nokkuð ýtarlega í kvöld. Menn spyrja meðal annars um ásetning. Ég er sammála Hermanni og Gylfa að auðvitað fór Taylor með ásetningi í tæklinguna en hann ætlaði vitaskuld ekki að stórslasa Eduardo. Hann gerði það engu að síður vegna þess hvernig tæklingin var.
Er hægt að koma í veg fyrir svona slys í fótbolta? Bæði Gylfi Orra og Hermann voru þeirrar skoðunar að það væri mögulegt með því að reka menn snarlega út af í hvert sinn sem þeir fara með sólann í tæklingu gegn andstæðingi. Það þurfi ekki meiðsl til. Þannig myndu menn læra (að minnsta kosti flestir).
Mínir menn voru bara miklu betri og áttu meira en skilið að vinna þennan leik. Vítið var alger gjöf, grátlegt. Leikmenn Arsenal höfðu náð að halda haus eftir slysið í upphafi leiks en augnabliksmistök kostuðu síðan sigurinn. Svona er þetta stundum. Trúi því samt að við verðum meistarar í vor.
![]() |
Eduardo fótbrotnaði - Birmingham jafnaði í lokin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.4.): 0
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 45
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 39
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta var greinilega ásetning að fara svona hart í tæklinguna!
Dark Side, 24.2.2008 kl. 03:18
Ég hef alltf haldið að þú værir Man Utd fan Hrönn!!!
kv Nenni
Einar Vignir Einarsson, 26.2.2008 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.