21.2.2008 | 17:20
Ég líka
Ég fékk líka svona símtal og það gekk nákvæmlega eins fyrir sig og þú lýsir. Ég hef áður lent í þessu og féll fyrir plottinu. Núna var vísað í það dæmi og sagt að ég hefði skráð mig fyrir nokkru síðan og karlinn sem hringdi í mig (konan kom seinna) sagði að þeir væru að fylgja eftir gömlum skráningum. Konan sem ég talaði við var mjög undrandi á því að ég vildi hafa samráð við manninn minn, lét þess samt getið að hún þekkti margar konur sem treystu sér ekki til að taka ákvarðanir. En þar sem ég var nú kona með reynslu þá langaði mig, eins og þig, að komast að því hvað þau myndu ganga langt og okkar símtali lauk með því að hún skellti á mig.
Hins vegar veit ég um fólk sem fékk sambærilegt tilboð og fór í alveg magnaða ferð þar sem allt stóð eins og stafur á bók. Það getur verið erfitt að greina á milli.
,,Allt leit mjög vel út" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 7
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 46678
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skilst að þetta dót sé "ekta", en samt er ekki allt sem sýnist.
Ef þú borgar þessa c.a. 900 dollara, þá færðu það sem þeir eru að bjóða, en þessi 85% afsláttur er bull, raunverðið er um 900 dollarar þegar verðin á mótelinu og siglingunni eru skoðuð nánar. Þeir segja t.d. að þú þurfir bara að borga skatta af siglingunni (295dollarar á mann), en það er í raun heildarverðið á siglinunni.
Ég held það sé betra að flakka þetta upp á egin spýtur samt, en ekki með ferðaskrifstofu sem að notar svona ónotalegar söluaðferðir.
Hérna er umsögn um þetta á ripoffreport:
http://www.ripoffreport.com/reports/0/286/RipOff0286300.htm
Alliat (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 18:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.