Konur lifa lengur!

Það er eðlilegt að konur séu í meirihluta á stofnunum sem ætlaðar eru fyrir aldraða þar sem lífaldur kvenna er hærri en karlanna. Munar þar nokkrum árum sem vega þungt þegar aldurinn færist yfir og þörfin fyrir aukna umönnun og þjónustu verður meiri.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sveitarfélögin eigi að taka yfir þjónustu við aldraða og fólk með fötlun eins og þeir gerðu með grunnskólana. Nærsamfélagið mun örugglega sinna þessu verkefni betur en ríkisvaldið hefur gert en auðvitað þarf að fylgja verkefninu fjármagn úr ríkissjóði.


mbl.is Konur í meirihluta á stofnunum fyrir aldraða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Blessuð Hrönn!

Auðvitað ættu sveitafélögin að taka yfir þessa þjónustu. Nú er hins vegar verið að fjarlægja þetta enn meir...t.d. nefnd sem á að ákveða hverjum er boðin vistun á hjúkrunarheimilum og dvalarheimilum er alls ekki í byggðarlaginu og þekkir ekkert til...eingöngu metið út frá pappírum, hittir fólkið aldrei...ef ég hef skilið þetta rétt! Kjánalegt...þetta á víst að vera til að einfalda málin..!

Eigðu góðan sunnudag :) 

SigrúnSveitó, 17.2.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Hrönn Ríkharðsdóttir

Sæl og blessuð.

Já ég veit það en það er ekki rétt þróun að mínu mati og einfaldar mál alls ekki. Nærsamfélagið er best til að leysa mál sinna íbúa, t.d. skólabarna, aldraðra og fólks með fötlun.

Þú hittir naglann á höfuðið þegar þú nefnir að þeir sem ekki búi í sveitarfélagi meti eftir pappírum en hitti aldrei fyrir fólkið sem málið snýst samt allt um. Ég skil ekki af hverju sveitarstjórnarmenn láta ekki meira í sér heyra.

Hrönn Ríkharðsdóttir, 19.2.2008 kl. 23:32

3 Smámynd: SigrúnSveitó

Já, það mér þætti eðlilegt að sveitastjórnarmenn létu í sér heyra...!!

SigrúnSveitó, 20.2.2008 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband