Hvert er meinið?

Ég tek ekki undir sjónarmið Erlends. Ég held einmitt að Íbúðalánasjóður geti bjargað þjóðinni frá ofurvaldi bankanna sem hafa ekki hagsmuni almennings að leiðarljósi heldur eigin arðsemi. Íslenskir bankar hafa lagt fram kærur hjá Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) vegna ríkisábyrgðar á Íbúðalánasjóði. Málið er enn til umfjöllunar en markmið bankanna var að koma Íbúðalánasjóði út af markaðnum og hafa hann fyrir sig.

Bankarnir komu  á sínum tíma inn á íbúðalánamarkaðinn og buðu bæði hærra lánshlutfall og lægri vexti. Þeir buðu m.a. 100% lán sem hafa reynst sumum ofviða. Bankarnir vinna eftir lögmálum fjármálamarkaðarins en  Íbúðalánasjóður á að mæta þörfum allra, líka þeirra sem búa úti á landi þar sem verðmæti íbúðarhúsnæðis er oft lægra en raunkostnaður við byggingu þess.

Það er lykilatriði í málinu að allir eigi möguleika á að fá lán til að koma sér þaki yfir höfuðið og engu skipti hvar á landinu menn búa. Það er pólítísk samstaða um húsnæðiskerfið og Íbúðalánasjóður er mikilvægur hluti þess.

Ég skil vel að bankarnir vilji fá allan markaðinn fyrir sig, en vonandi er það bara ekki í boði.

 

 

 

 


mbl.is Íbúðalánasjóður mein í íslensku hagkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Hrönn Ríkharðsdóttir
Hrönn Ríkharðsdóttir
Skagamaður af 54-módelinu, Arsenal-aðdáandi og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akranesi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband