5.2.2008 | 10:32
Gjaldfrjáls Hvalfjarðargöng!
Þótt ég verji ekki þessa framkomu þá er auðvitað óþolandi almennt að borga þurfi fyrir að fara í gegnum göngin. Þótt Hvalfjarðargöng hafi verið einkaframkvæmd þá eru þau þjóðhagslega hagkvæm og mjög öruggur ferðamáti. Vegagerðin hefði örugglega þurft að leggja hundruði milljóna í endurbætur þjóðvegar 1 um Hvalfjörð ef göngin hefðu ekki komið til.
Hvernig ætla menn að reikna gjald í önnur sambærileg göng þótt þau séu byggð fyrir almannafé? Það stendur líklega alls ekki til og þeir sem fara um Hvalfjarðargöng verða áfram einu vegfarendur á landinu sem þurfa að borga. Það gengur ekki mikið lengur og nú eiga þingmenn að taka sig saman í andlitinu og afnema gjald í göngin.
Við skulum heldur ekki gleyma að hrósa þeim einstaklingum sem voru í fararbroddi fyrir frumkvæði, dugnað og ótrúlega bjartsýni. Þeir héldu áfram þrátt fyrir úrtölur og gagnrýni.
Ók 40 sinnum um Hvalfjarðargöng án þess að borga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála. Sennilega er ekki farið út í gjaldtöku notkun annarra jarðganga vegna þess að kostnaðurinn við gjaldtökuna væri kannski jafnhár og það sem kæmi í kassann.
Mér fannst skítt að við sem búum á höfuðborgarsvæðinu fengum ekki samgönguráðuneytið. Fyrir um 30 árum var byrjað að ræða um Sundabraut sem enn er á teikniborðinu, rétt byrjað að setja einstaka áfanga í umhverfismat. Svo er rifist endalaust hvort á að fara þessa eða hina leiðina eins og það sé ekki unnt að byrja alla vega á þeim köflum sem enginn ágreiningur er um! Hefur verið kannað hvaða leið Skagamenn vilja á syðsta hluta Sundabrautar?
Þegar Sundabrautin kom fyrst á dagskrá þá var talað um að í allra síðasta lagi yrði brautin tilbúin 2006! Sennilega er um eina hagkvæmustu vegaframkvæmd Íslandssögunnar að ræða!
En áherslurnar eru úti á landi, nú á t.d. að verja fé að endurbyggja veginn um Kerlingaskarð á Snæfellsnesi eins og Vatnaleiðin sé ekki nógu góð!! Þar eru vissulega aðrar áherslur en hagkvæmni framkvæmda. Alltaf hefur verið nóg fé í gæluverkefni.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 5.2.2008 kl. 10:48
Núna koma eyjabúar og kvarta yfir gjaldi í ferjurnar...
Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 11:11
Svo er verið að tala um að stækka göngin eða öllu heldur gera önnur þar við hlið. Ástæðan fyrir þeirri stækkun er sú að göngin þola ekki umferðina þegar hún nær hámarki (verzlunarmannahelgi o.fl)
Það er náttúrulega bara fáránlegt því ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að allir þurfa að stoppa til borga!
Hætta að rukka í þessi göng. Þau eru búin að borga sig. Þau þola alveg umferðina ef hún gengur óhindurð í gegn. Takk fyrir.
Einar (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:33
Ég bý nú á vesturlandi og finnst ekkert athugavert við að borga 240 kr fyrir að aka í gegnum rörið og spara mér þúsundir í tíma og aksturskostnaði. Það er val hvers og eins að aka þarna um, Hvalfjörðurinn er þarna ennþá og vegurinn líka.
Arnar H (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 12:49
Samningarnir snerust sumpart um ákveðinn tíma og sumpart um uppgreiðslu þess virðisaukaskatts sem ríkið gaf eftir (frestaði) af framkvæmdinni. Upphaflega var reiknað með að það tæki mun lengri tíma að greiða þennan skatt og því var miðað við 2018. Mér er sagt að upphæðin hafi þegar verið greidd til baka af því að umferð var meiri en menn gerðu ráð fyrir.
Ég get verið sammála því að það sé í sjálfu sér ekki stórmál að borga 240 krónur fyrir ferðina í gegn en mér finnst það frekar spurning um ákveðið jafnrétti frekar en einkaframkvæmd hvort við borgum áfram eður ei.
Það er með ólíkindum að ríkisvaldið hafi komist hjá því að fara í þessa framkvæmd. Hún hefur líklega verið of framúrstefnuleg til að þykja raunhæf. Þess vegna hrósa ég mönnum eins og Gísla Gíslasyni, fyrrverandi bæjarstjóra á Akranesi, fyrir að hafa ekki gefist upp gagnvart öllum þeim sem töluðu gegn göngum undir Hvalfjörð. Með tilliti til umferðaröryggis á auðvitað að fella gjaldið niður.
Svo er gaman að heyra frá gömlum nemöndum, sem eru að gera það gott. Gangi þér vel, Sólberg, í verkfræðinni.
Hrönn Ríkharðsdóttir, 5.2.2008 kl. 17:55
Sóli, það er ekki af einskærri góðmennsku sem Spölur ætlar að láta ríkið yfirtaka rekstur Hvalfjarðaganga, því að ríkið bar í raun alla fjárhagslega áhættu af gerð ganganna. Þannig að það fá báðir aðilar, ríkið og Spölur, eitthvað fyrir sinn snúð.
Hitt er svo annað mál að mér finnst út í hött að það sé einn smábútur af hringveginum sem er veggjald á en hvergi annars staðar rukkað.
Máni Atlason (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.