31.1.2008 | 20:22
Lýðræðið verðlagt
Ég vek athygli á góðri grein Rúnar Halldórsdóttur, bæjarfulltrúa vinstri-grænna á Akranesi í Skessuhorni. Í greininni rekur hún hvernig meirihlutinn hefur verðlagt lýðræðið á Akranesi og ítrekaðð hafnað óskum minnihlutans um að fá áheyrnarfulltrúa. Fyrst var það kostnaðurinn og svo núna síðast vegna þess að allir bæjarfulltrúar fá sömu gögn og hafa sama aðgang að starfsmönnum bæjarins.
Þetta er rangt. Bæjarráðsfulltrúar fá oft gögn sem aðrir bæjarfulltrúar fá ekki eða að minnsta kosti ekki á sama tíma. Gögnin eru svo ekki bókuð sem slík inni í fundargerð bæjarráðs, eingöngu niðurstaða fundarins. Um þetta eru mörg dæmi.
Ákvarðanir eru teknar í bæjarráði og þaðan fara þær til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarfulltrúar minnihlutans hafa unnið vel saman á kjörtímabilinu en okkar fulltrúi hverju sinni er í raun og veru bundinn óskráðum reglum um trúnað á bæjarráðsfundum þótt hann upplýsi aðra eftir því sem hann getur og telur sig mega. Það hlýtur að breytast við þessar aðstæður.
Varaforseti bæjarstjórnar hefur ítrekað sagt í umræðum á fundum bæjarstjórnar að það geti varla vafist fyrir bæjarráðsfulltrúa minnihlutans að upplýsa hina flokkana um það sem fram fer í bæjarráðinu. Viðkomandi fær að eigin sögn allar upplýsingar frá sínum bæjarráðsmanni á bæjarmálafundi Sjálfstæðisflokksins á Akranesi. Minnihlutaflokkarnir þrír halda hver sinn bæjarmálafund og núverandi aðstæður leiða til þess að tveir þeirra vita í raun ekki hvaða forsendur liggja að baki ákvörðunum bæjarráðs. Nú bregður svo við í Skessuhorninu að formaður bæjarráðs tjáir sig um málið með þeim hætti að undrun vekur.
Haft er eftir formanninum að með vísan til trúnaðar fulltrúa gagnvart umræðum í bæjarráði samræmdist það ekki að fólk gæti miðlað þaðan upplýsingum til félaga sinna í bæjarmálafélögunum!!!! Þvílík snilld!!!
Þetta er ástæðan fyrir því að minnihlutinn vill áheyrnarfulltrúa sem formaðurinn hafnar aftur og aftur. Hann verður að velja. Annað hvort fá minnihlutaflokkarnir áheyrnarfulltrúa eða fulltrúi minnihlutans upplýsir hina um það sem gerist á bæjarráðsfundum. Málið er ekki flóknara en það. Og ef fulltrúar meirihlutans fá upplýsingar á bæjarmálafundum, hvers vegna skyldu aðrar leikreglur gilda um bæjarmálafundi þeirra flokka sem mynda minnihlutann á Akranesi.
Og svo væri indælt ef formaður bæjarráðs og varaforseti bæjarstjórnar kæmu sér saman um hvaða ástæðu þeir gefa næst fyrir því að neita óskum minnihlutans um margumrædda áheyrnarfulltrúa. Það liti betur út fyrir þá og aðra fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn.
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 29
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.